Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa að mörgu leyti verið nokkuð óáþreifanlegar fyrir íslenskt samfélag enn sem komið er og daglegt líf gengur almennt sinn vanagang.
Þetta þýðir þó ekki að áhrifanna gæti ekki nú þegar. Í skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar segir: „[Þær] eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi.“
Staðan er þó mun verri víða um heim þar sem flóð, uppskerubrestir og yfirvofandi vatnsskortur eru orðin raunveruleiki. Þá sýna vísindalegar spár og líkön ekki fram á að betri tíð sé í vændum og er Ísland ekki undanskilið ef haldið er áfram á núverandi vegferð.
Þrátt fyrir alvarlegar spár hefur áhugi á umhverfismálum farið minnkandi hér á landi undanfarið. Í könnun Gallup í ágúst kom fram að 22 prósent þátttakenda höfðu mikinn áhuga á umhverfismálum en hlutfallið er það lægsta síðan mælingar hófust árið 2016. Hæst var það árið 2019 þegar 37,2 prósent höfðu mikinn áhuga á umhverfismálum. Á sama …

































Athugasemdir