Listamaðurinn Odee ætlar að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu eftir að útgerðarfélagið Samherji fékk lögbann og flýtimeðferð gegn honum fyrir enskum dómstólum vegna innsetningarverksins WE’RE SORRY. Dómur féll í máli Samherja gegn listamanninum í sumar og fól meðal annars í sér að Samherji tók yfir vefsíðu sem sett hafði verið upp sem hluti af verkinu.
Verkið, sem var sýnt á Listasafni Reykjavíkur árið 2023, beindist að háttsemi Samherja í Namibíu og fólst í að afsökunarbeiðni var birt í nafni fyrirtækisins.
Samherjaskjölin eru safn um 30 þúsund skjala sem uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson afhenti Wikileaks, og RÚV, Stundin, Al Jazeera og The Namibian unnu úr og birtu í nóvember árið 2019. Gögnin benda til þess að Samherji hafi greitt hundruð milljóna króna í mútur til háttsettra embættismanna í Namibíu til að tryggja sér aðgang að verðmætum veiðiheimildum.














































Athugasemdir