Koma hefði mátt í veg fyrir um 23.000 dauðsföll á Englandi ef fyrsta samkomubanninu hefði verið komið á fyrr í upphafi COVID-19 heimsfaraldursins, samkvæmt opinberri rannsókn sem birt var í dag. Í niðurstöðunum eru stjórnvöld gagnrýnd fyrir „eitraða“ menningu og kvenfyrirlitningu í æðstu lögum breskra stjórnvalda.
Þetta er önnur skýrsla rannsóknarnefndarinnar um mótvægisaðgerðir breskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum. Í henni saka skýrsluhöfundar ríkisstjórn Boris Johnsons um að hafa brugðist mikilvægu hlutverki sínu á fyrri hluta 2020 og að samkomubannið sem þá var lagt á hafi verið „of lítið og of seint“.
226.000
Heather Hallett, formaður nefndarinnar, sagði að stjórnvöld hefðu „brugðist alvarlega“ með því að átta sig ekki á hversu mikil hættan var og hversu gríðarlegar afleiðngum Bretland stóð frammi fyrir, né heldur á brýnni þörf á tafarlausum aðgerðum.
Í skýrslunni, sem er 800 blaðsíður, kemur fram að líkön sýni að koma hefði …















































Athugasemdir