Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ísland orðið áfangastaður mansals og skipulögðum glæpahópum fjölgar

Fjöldi skipu­lagðra brota­hópa hef­ur tvö­fald­ast á síð­asta ára­tug, sam­kvæmt nýrri skýrslu grein­ing­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Lög­regl­an seg­ir að Ís­land sé í aukn­um mæli orð­ið áfanga­stað­ur man­sals og að inn­lend fíkni­efna­fram­leiðsla hafi auk­ist.

Ísland orðið áfangastaður mansals og skipulögðum glæpahópum fjölgar
Uppgangur „Skipulögð brotastarfsemi hagnýtir tækninýjungar, fólksflutninga, stríðsátök og öfgafulla hugmyndafræði til að útvíkka starfsemi sína og auka ólögmætan ávinning,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fráfarandi ríkislögreglustjóri, í formála skýrslunnar. Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Golli

Á örfáum árum hefur íslenskt samfélag færst inn í nýjan veruleika skipulagðrar brotastarfsemi að mati ríkislögreglustjóra. Í nýrri skýrslu embættisins segir að brotahópar séu orðnir fleiri, ofbeldisfyllri og betur tengdir en áður. Í henni segir að fjöldi skipulagðra brotahópa hafi tvöfaldast á síðasta áratug.

Lögreglan segir að hér á landi séu dæmi um að brotahópar nálgist umsækjendur um vernd í búsetuúræðum þeirra á Íslandi. Þekkt sé að brotahópar nýti sér viðkvæma einstaklinga í brotastarfsemi sinni.

„Umsækjendur um vernd eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu gagnvart hagnýtingu brotahópa, en réttindaleg staða þeirra er veik á meðan á umsóknarferlinu stendur,“ segir í skýrslu lögreglunnar.

Þetta eigi sér í lagi við um ungmenni, en um 140 fylgdarlaus börn hafa sótt um vernd hér á landi á síðustu fimm árum. 

Ísland orðið áfangastaður mansals

Ísland er ekki lengur aðeins skilgreint sem gegnumferðar (e. transit) land fyrir þolendur mansals. Lögreglan segist sjá í síauknum mæli vísbendingar um að landið sé orðið áfangastaður fyrir starfsemi brotahópa í tengslum við mansal.

Börn eru meðal þeirra sem lögreglan segir verða sérstaklega fyrir ofbeldi í tengslum við mansal. „Skipulagðir brotahópar bera ábyrgð á meirihluta mansalsmála í heiminum,“ segir í skýrslunni.

Rannsóknir þessara mála sé hins vegar oft og tíðum flóknar því brotahópar noti blekkingar sem leiði til þess að þolendur upplifi sig ekki alltaf sem fórnarlömb.

Lögreglan segir að nær allir þolendur mansals á Íslandi séu erlendir ríkisborgarar. Í hópi þeirra séu karlar, konur og kynsegin einstaklingar frá löndum bæði innan og utan EES-svæðisins. 

„Á tímabilinu 2019-2024 voru 12 börn, 18 ára og yngri, af fimm mismunandi þjóðernum skráð sem mögulegir þolendur mansals. Í öllum tilvikum voru málin tilkynnt til barnaverndar,“ segir í skýrslunni. 

Á síðasta ári skráði lögreglan 174 mál sem hugsanlegt mansal og fimmtán mál sem mansal í málaskrá sinni. Það er veruleg aukning frá árunum þar á undan.

Innlend fíkniefnaframleiðsla aukist verulega

Lörgreglan segir að innlend fíkniefnaframleiðsla hafi aukist verulega undanfarin ár. Það séu fyrst og framst kannabisefni, amfetamín og MDMA sem séu framleidd. Framleiðsla kannabis og amfetamíns hafi meira en tvöfaldast, samkvæmt gögnum lögreglu, séu tímabilin 2020-2024 og 2015-2019 borin saman.

Framleiðslan hefði líklega orðið talsvert meiri ef amfetamínbasinn sem lögreglan haldlagði í saltdreifaramálinu hefði orðið að þeim 117 kílóum af amfetamíni, sem lögreglan telur að hægt hefði verið að framleiða úr honum.

Í skýrslunni er líka dregið fram að langstærstur hluti fíkniefna í heiminum sé fluttur á milli landa í skipum. Það sé sérlega erfitt viðfangs á Íslandi þar sem strandlengjan er fimm þúsund kílómetra löng með 30 landamærahöfnum. „Þá eru fjölmargar víkur og firðir þar sem minni bátar geta siglt að landi án eftirlits,“ segir í skýrslunni.

Innflutningur hingað til lands sé í langflestum tilvikum stöðvaður á Keflavíkurflugvelli, en upp undir 95 prósent allra farþega til og frá landinu koma í gegnum flugvöllinn. 

Lögreglan segir að ólíkt því sem gerist í öðrum Evrópuríkjum sé neysla heróíns á Íslandi enn lítil sem engin. „Aftur á móti er markaður hér á landi fyrir aðra ópíóíða, eins og haldlagt magn á oxýkódon og morfíni gefur til kynna,“ segir í skýrslunni.

Bendir lögreglan á að samkvæmt gögnum Landlæknis megi rekja um 40 prósent óhappaeitrana á árunum 2019-2023 til ópíóíða annarra en heróíns. Mælingar í fráveituvatni sýni hins vegar samdrátt í neyslu ópíóíða milli áranna 2024 og 2025. 

Smygla fólki til landsins

Lögreglan segist hafa upplýsingar sem sýni að brotahópar sem starfi bæði á Íslandi og erlendis bjóði fólki aðstoð – gegn greiðslu – til að komast til Íslands í gegnum umsóknarferli um alþjóðlega vernd. Þessi þjónusta við smygl á fólki getur falið í sér aðstoð við að útvega fölsuð skilríki, afla farmiða og jafnvel fylgdarmanna og leiðbeina um samskipti við lögreglu og yfirvöld, samkvæmt skýrslunni. 

„Fyrir brotahópa getur verið sérlega arðbært að afla dvalarleyfa sem fela í sér frekari rétt til fjölskyldusameiningar, fyrir maka, börn og jafnvel foreldra dvalarleyfishafans, og eru dæmi um það hér á landi að smyglarar rukki háar fjárhæðir fyrir slík „pakkatilboð“. Þá er sá möguleiki fyrir hendi að fólki sé smyglað inn á slíkum aðstandandaleyfum óháð því hvort um raunveruleg fjölskyldutengsl sé að ræða,“ segir í skýrslunni.

Lögreglan segist hafa upplýsingar um að gjald fyrir smygl á fólki til Íslands sé að jafnaði hærra en gengur og gerist annars staðar í Evrópu. Það geti bent til þess að eftirspurnin sé mikil. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár