„Brottfararstöð, eins og mælt er fyrir um í frumvarpinu, hefur ekki verið starfrækt hérlendis en sambærilegt úrræði hefur verið rekið í löndum Evrópusambandsins til margra ára,“ segir um nýtt frumvarp um brottfararstöðvar. Það birtist á vef Alþingis fyrir helgi.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu. Með tilkomu þess mun vera heimilt að vista útlendinga á brottfararstöð. Gert er ráð fyrir því að lögin taki gildi í mars á næsta ári verði þau samþykkt. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat áður í ráðuneytinu, hafði hins vegar ætlað að leggja það fram.
Heimildin fer hér yfir efni frumvarpsins og aðdraganda þess sem nær aftur til ársins 2017.
Frumvarpið fór upphaflega í vinnslu …













































Athugasemdir