Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins svar­aði kalli flokks­manna um skýra stefnu, kynnti nýja ásýnd og hjó til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún hrós­aði Bjarna Bene­dikts­syni fyr­ir sterk rík­is­fjár­mál, en gagn­rýn­ir Kristrúnu Frosta­dótt­ur fyr­ir verð­bólgu og háa vexti.

„Spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“
Guðrún Hafsteinsdóttir Svaraði kalli flokksmanna um skýrari stefnu á fundi í Valhöll í dag. Mynd: Golli

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, beindi spjótum sínum að Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Samfylkingunni í ræðu sinni í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, í dag þar sem ný ásýnd flokksins og stefna var kynnt.

Guðrún gagnrýndi Kristrúnu fyrir að ætla sér að „berja niður vexti með sleggju“, eins og hún boðaði í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar, þar sem Samfylkingin fékk meiri stuðning en Sjálfstæðisflokkurinn og náði að koma saman meirihluta.

„Við berjum enda ekki niður vexti með sleggu. Þeir eru ákveðnir af peningastefnunefnd Seðlabanka, eins og hagfræðingurinn Kristrún Frostadóttir á að vita. Og þeir verða ekki lækkaðir nema nefndin sé sannfærð um að verðbólgan rjúki ekki upp í kjölfarið. Til þess að svo verði þurfa ríkisfjármálin að vera í lagi. Heiðarlegra hefði því verið af Kristrúnu að segja einfaldlega: Við ætlum okkur að halda áfram góðri og traustri vinnu Bjarna Benediktssonar í fjármálaráðuneytinu við að ná tökum á ríkisfjármálunum. Og um leið vonumst við til þess að peningastefnunefndin haldi áfram að lækka vexti eins og hún var byrjiuð að gera í tíð fyrri ríkisstjórnar.“

Vextir náðu hátindi hjá Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson, forveri Guðrúnar í formannsstóli, var fjármálaráðherra frá árinu 2017 til október 2023. Í hans ráðherratíð lækkuðu stýrivextir gríðarlega vegna áhyggja innan Seðlabankans af kælandi áhrifum Covid-faraldursins á efnahagslífið, en hækkuðu síðan ört, þar til þeir náðu hámarki í 9,25%, þar sem þeir voru enn þegar Bjarni hætti sem fjármálaráðherra.

Í október 2023 tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, við fram til apríl í fyrra, þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók við ráðuneytinu í nokkra mánuði.

Meginvextir Seðlabanka Íslands voru 9,25% þegar Bjarni Benediktsson hætti sem fjármálaráðherra og alla ráðherratíð Þórdísar Kolbrúnar, en eru nú 7,5% og hafa lækkað um eitt prósentustig í tíð nýrrar ríkisstjórnar sem tók við fyrir tæpu ári. Þeir hafa staðið í stað frá því í maí vegna þess að 12 mánaða verðbólga hefur ekki náðst niður og er nú svipuð og í febrúar.

Kristrún hafi stöðvað vaxtalækkun

Guðrún sagði í ræðu sinni að vaxtalækkunarferlið hafi hafist á vakt Sjálfstæðisflokksins.

„En Samfylkingin lætur ekki sannleikann skemma gott slagorð og hún bregst heldur aldrei vondum málstað. Vaxtalækkunarferlið hófst einmitt í tíð fyrri ríkisstjórnar með okkar mann, Bjarna Benediktsson í fjármálaráðuneytinu og svo í forsætisráðuneytinu. Greiningadeildum bankanna bar svo saman um að vextir myndu taka að lækka á komandi fjórðungum og það ríkti bjartsýni í samfélaginu. Svo tók ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur við og hefur tekist á örskömmum tíma að stöðva vaxtalækkunarferlið,“ sagði Guðrún í ræðu sinni.

Guðrún lýsti undrun og hneykslun yfir því að Kristrún Frostadóttir hefði lagt ábyrgðina á verðbólgu á fyrri ríkisstjórn.

„En botninn tók endanlega úr þegar forsætisráðherra leyfði sér að kenna okkur um hávaxtastigið – okkur! Mikill er máttur okkar Sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu ef verðbólguskot núna í október og nóvember er okkur að kenna. Sú sakbending er alveg stórbrotin nýjung. En þetta á ekki að koma okkur Sjálfstæðismönnum á óvart. Þau skreyta sig með ábyrgð og festu okkar Sjálfstæðismanna, en heimfæra á sama tíma eigin mistök upp á okkur. Málflutningur Kristrúnar Frostadóttur í ræðustól Alþingis í vikunni var svo ævintýralegur að ég er eiginlega orðin spennt að heyra hvað við Sjálfstæðismenn gerum af okkur næst“.

Ástæðan fyrir mikilli vaxtahækkun Seðlabankans er af hagfræðingum talin vera framboðsskortur vegna áhrifa viðbragða við Covid-faraldrinum, svo sem rofs á aðfangakeðjum, og svo þau viðbrögð ríkisstjórna og seðlabanka að auka ríkisútgjöld og lækka verulega stýrivexti, sem leiddi til mikillar hækkunar á fasteignaverði. Bæði verðhækkun fasteignaverðs, sem hefur ýtt mest undir verðbólgu, og svo mæld verðbólga og stýrivextir, hafa verið mun hærri á Íslandi en í samanburðarlöndum. Ýmsar skýringar hafa síðan verið færðar á því hvers vegna verðbólga, og þar með hækkun fasteignaverðs og húsaleigu, hafi ekki sjatnað hér á landi. Guðrún benti á ábyrgð borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík á því að takmarka fjölgun lóða til húsbygginga, en hann er leiddur af Samfylkingunni.

Vill lækka tekjuskatt

Guðrún boðaði skýra stefnu, sem væri að lækka skatta.

„Sjálfstæðismenn hafa beðið um skýra stefnu frá formanni og hér er hún: Vextir verða að lækka og styrk stjórn Sjálfstæðismanna í ríkisfjármálum er ein meginforsenda fyrir vaxtalækkunarferli. Við viljum lækka tekjuskattinn. Við viljum gagngera endurskoðun á tryggingagjaldinu. Og við viljum lækka veltumörk virðisaukaskatts svo einyrkjar og lítil fyrirtæki fái meiri slaka til að vaxa og dafna.“

Tekjuskattsprósenta hefur hins vegar ekki breyst frá því Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra. Skattalækkanir eru af hagfræðingum taldar orsaka hækkun verðbólgu, en niðurskurður í útgjöldum ríkisins verkar til lækkunar verðbólgu.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið lækkandi í könnunum. Hann mældist með 17,6% stuðning í síðasta þjóðarpúlsi Gallups í lok október á meðan Samfylkingin hlaut 32% stuðning.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórarinn Helgason skrifaði
    Vesalings konan.
    0
  • JBÓ
    Jón Brynjólfur Ólafsson skrifaði
    Þetta er smá áhyggjuefni, veslings manneskjan. Manneskjur sem gangast við einhverju sem stjórnmálafræðingar kalla hægri eitthvað . . . . virðast vera að missa vitið endanlega. Svo sem ekki mikil breyting. Þessi sjálfhverfi sýndarveruleiki sem þetta blessaða fólk vefur sig inn í er farin að taka á sig skrítnar myndir. Þetta er mögulega að stefna í meira hættuástand en hefur verið. Ætli sé ekki hægt að hjálpa þessu fólki eitthvað. Mögulega væri hægt e.t.v. að finna töflur í apótekinu handa þeim, þannig að þetta blessaða fólk vakni til lífsins.
    Það gæti orðið meiri hætta af þessu fólki, fyrir samfélagið, ef þetta vesalings fólk yfirgefur raunveruleikann alveg og hverfur inn í sýndar heiminn sinn. Ætli það sé lögmál að frekju- , valda- og græðgisfólkið vaxi alltaf út úr raunveruleikanum og svífi um í veröld sýndarveruleikans, þar sem það sjálft er hafið yfir allt og alla. Vonandi rætist eitthvað úr þessu, svo ekki verði það sem virðist stefna í.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár