Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
Fyrirhugaður baðstaður Samkvæmt tillögu mun baðstaðurinn rísa á landi Þórustaða í Önundarfirði.

alla Signý Kristjánsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokks, segir staðsetningu fyrirhugaðs baðstaðar í Önundarfirði „skelfilega og skaðlega“.

Halla Signý gerir meðal annars athugasemdir við hugmyndina vegna fuglalífs á svæðinu eins og margir fleiri aðilar hafa gert í umsagnarferli verkefnisins. Hverfisráðs Önundarfjarðar hefur hins vegar fagnað hugmyndinni, svo framarlega sem umhverfi staðarins verði áfram óbreytt útivistarsvæði, enda bjóði verkefnið upp á meiri afþreyingu fyrir ferðamenn og heimamenn.

Baðstaðurinn yrði kallaður Hvítisandur og á að rísa í Holtsfjöru í Önundarfirði í landi Þórustaða. Þar er nú flugbraut á vegum Isavia, í miðju æðarfuglavarpi, sem ekki er lengur í notkun. „Í dag er Holtsfjara vinsæl til útivistar en þar eru hvítir sandar í stórbrotnu umhverfi,“ segir í upplýsingum um tillöguna á Skipulagsgátt.

„Áætlað er að nýta núverandi aðkomuveg að Holtsbryggju sem aðkomu að baðstaðnum og nýta gömlu malbikuðu flugbrautina fyrir aðkomu og bílastæði. Núverandi vegaslóði frá flugbrautarenda niður í gamla sandnámu í Holtsfjöru verði nýttur sem aðkoma gesta frá bílastæðinu að böðunum. Sjálf böðin eru áformuð í gamalli sandnámu sem þarna er í fjörunni.“

Fyrirhuguð staðsetning baðlónsBaðlónið yrði við Holtsbryggju þar sem hvítur sandur prýðir Holtsfjöru.

Í tillögunni kemur fram að mannvirki vegna baðanna verði að mestu leyti bundin við svæði sem nú þegar hefur verið raskað vegna flugvallarins og námunnar. Ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið og breyta þarf aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar til þess að breytingarnar verði að veruleika. „Þá er áfram miðað við að almenningur hafi aðgang að fjörunni og þar verði opin sturtuaðstaða fyrir öll sem vilja baða sig í sjónum, hér eftir sem áður, án þess að fara í böðin.“

Heildarkostnaður við framkvæmdina verður 1,5 milljarður króna og mun reksturinn skapa 20 ársverk, að því fram kemur í umfjöllun Bæjarins besta.

Spyr hvort baðlón þurfi alls staðar

Halla Signý hefur búið í Holti í Önundarfirði, steinsnar frá Holtsfjöru, og er verkefnastjóri hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Upprunalega er hún frá Brekku á Ingaldssandi yst í firðinum.

Hún skrifar grein í héraðsmiðilinn Bæjarins besta þar sem hún mótmælir hugmyndinni. „Nú er svo komið að það þarf að vera baðlón hringinn í kringum landið, helst svo mörg að ferðamenn nái ekki að láta hárið þorna á milli lóna,“ skrifar Halla Signý. „Gott og vel, baðlón eru ágætis viðbót, mörg falleg, þrifaleg og bjóða upp á góða en auðvitað dýra þjónustu en við þurfum að spyrja okkur, er það sem okkur vantar, alls staðar?“

Halla Signý KristjánsdóttirFyrrverandi þingmaður segir svæðið eiga sér merka sögu.

Hún bendir á líflegt fugla- og dýralíf á svæðinu og það að líklega megi telja um 4000 hreiður á þeim sex jörðum sem æðarræktinni er sinnt við fjörðinn. Æðarvörp séu friðlýst þrjá mánuði á ári. „Áætlað baðlón kúrir fyrir miðju svæði þar sem fjórar jarðir sinna æðarrækt,“ skrifar Halla Signý. „90% af æðardúni sem nýttur er í heiminum kemur frá Íslandi enda hefur æðarfuglinn notið friðar hér frá árinu 1786 og alfriðaður á Íslandi frá árinu 1847. Fuglinn hefur notið mikillar virðingar hér á landi frá upphafi byggðar.“

Þá skrifar hún að Gullströndin, eins og ströndin við Holtsfjöru er stundum kölluð, eigi sér merka sögu. „Gullströndin er, fyrir fólkið í firðinum, ímynd kyrrðar og fegurðar, hvernig ætlum við að verðmeta það? Við það mat er hægt að líta til friðlandsins Hornstranda. Líklega er enginn sem vill ganga til baka með þá ákvörðun að nýta og njóta þeirra eins og þær eru, því í náttúrunni sjálfri er auðurinn fólginn. Hún yrði ekki mögnuð upp þótt þar risi milljarða afþreying því fólkið er að sækja í nákvæmlega það sem þar er að finna. Sama á við um Holtsfjöruna.“

„Glimrandi og dýr afþreying en því miður er staðsetningin skelfileg, já og skaðleg“

Loks segir hún að heildarmyndin hafi ekki verið skoðuð og ekki allar breytur teknar inn í myndina. „Hugmyndin að baðlóni er komin á blað, á meðan hún var í háloftunum, var þetta falleg bygging, ágæt hugmynd, glimrandi og dýr afþreying en því miður er staðsetningin skelfileg, já og skaðleg.“

Tillit tekið til athugasemda

Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Hvítasands ehf. sem stendur að verkefninu, segir í svari við grein Höllu Signýjar að ekki sé um baðlón að ræða, eins og þingmaður fyrrverandi lýsti verkefninu. Til standi að á svæðinu verði „gufuböð, heitur pottur og setlaug sem starfrækja á yfir sumartímann og er á stærð við þokkalegt einbýlishús að grunnfleti,“ skrifar Runólfur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár