Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Dick Cheney látinn: Maður áhrifa, árása og áfalla

Um­deildi vara­for­set­inn Dick Cheney er lát­inn. Hann stóð að stríð­um í Af­gan­ist­an og Ír­ak eft­ir hryðju­verka­árás­irn­ar 11. sept­em­ber, en sner­ist gegn Re­públi­k­un­um vegna Don­alds Trump.

Dick Cheney látinn: Maður áhrifa, árása og áfalla
Fallinn frá Dick Cheney á framboðsfundi í Ohio árið 2004. Mynd: Shutterstock

Dick Cheney, sem af mörgum er talinn valdamesti varaforseti í sögu Bandaríkjanna sem hægri hönd George W. Bush í kringum hhryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 og stríðin í Afganistan og Írak sem fylgdu í kjölfarið, lést á mánudag. Hann var 84 ára.

Cheney mótaði áhrifamikið hlutverk í þessu hefðbundna og fremur valdalausa embætti og var mikill áhrifavaldur á bak við tjöldin þegar Bush steypti Bandaríkjunum út í hið svokallaða „stríð gegn hryðjuverkum“, með skuggalegum undirtóni ólöglegra handtaka, pyntinga og Guantanamo-fangabúðanna.

Hann var hataður af mörgum á vinstri vængnum en tók óvænta stefnubreytingu undir lok ævi sinnar þegar hann lagðist gegn kosningabaráttu Donalds Trump fyrir endurkomu í Hvíta húsið árið 2024.

Liz Cheney, dóttir Cheneys og fyrrverandi þingmaður frá Wyoming, sagði að faðir hennar, sem var harður repúblikani, hefði kosið demókratíska mótframbjóðanda Trumps, Kamölu Harris.

Cheney, sem einnig var fyrrverandi þingmaður og varnarmálaráðherra, „lést af völdum fylgikvilla lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdóma“, samkvæmt yfirlýsingu frá fjölskyldunni.

Sem 46. varaforseti gegndi Cheney embættinu í tvö kjörtímabil á árunum 2001 til 2009.

Starfið veldur metnaðarfullum stjórnmálamönnum oft vonbrigðum en Machiavellískir hæfileikar Cheneys veittu honum töluverð völd.

Hann þrýsti í gegn hugmynd um valdamikið framkvæmdavald og taldi að forsetinn ætti að geta starfað nánast óheftur af þingmönnum eða dómstólum, sérstaklega á stríðstímum.

Þetta var nálgun sem leiddi til þess að Bush lenti í hernaðarfenjum í Afganistan og Írak og olli miklum deilum um áhrif hans á borgaraleg réttindi.

Bush hyllti í dag fyrrverandi varaforseta sinn sem „einn af bestu opinberu starfsmönnum sinnar kynslóðar“ og „þann sem ég þurfti á að halda“ þegar hann var í Hvíta húsinu.

Cheney var „föðurlandsvinur sem sýndi heilindi, mikla greind og alvöru í hverju embætti sem hann gegndi“, bætti Bush við.

Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, vottaði enga samúð þegar hún var spurð um andlát Cheneys á þriðjudag.

Trump „er meðvitaður um andlát fyrrverandi varaforsetans“, sagði hún á blaðamannafundi og benti á að fánar Hvíta hússins hefðu verið dregnir í hálfa stöng „í samræmi við lög“.

Nýtt íhald

Cheney fæddist í Lincoln í Nebraska 30. janúar 1941 en ólst að mestu upp í hinu strjálbýla vesturríki Wyoming.

Hann stundaði nám við Yale-háskóla en hætti í austurstrandarskólanum virta og lauk að lokum prófi í stjórnmálafræði heima í Wyoming-háskóla.

Hann sat í tíu ár á þingi sem fulltrúi Wyoming áður en hann var skipaður varnarmálaráðherra af George H.W. Bush árið 1989.

Cheney stýrði Pentagon í Persaflóastríðinu 1990–91, þar sem bandalag undir forystu Bandaríkjanna rak íraskar hersveitir frá Kúveit.

Sem varaforseti færði Cheney ný-íhaldshugmyndafræði sína inn í Hvíta húsið og gegndi stærra hlutverki við að taka mikilvægar stefnumótandi ákvarðanir en margir forverar hans í embættinu.

Cheney var einn af helstu hvatamönnunum að baki ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak í kjölfar árása hryðjuverkasamtakanna Al-Kaída á New York og Washington 11. september 2001.

Ónákvæmar fullyrðingar hans um að Saddam Hussein byggi yfir gereyðingarvopnum ýttu undir stríðsáróðurinn fyrir innrás Bandaríkjanna árið 2003.

Cheney, sem var talinn lærifaðir Bush í utanríkismálum, var áfram tryggur fyrrverandi yfirmanni sínum og harður verjandi stefnumála Bush-tímabilsins.

Í viðtali árið 2015 sagði Cheney að hann sæi ekki eftir innrásinni í Írak árið 2003 og þakkaði svokölluðum „auknu yfirheyrsluaðferðum“ fyrir árangurinn í leit að Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída, sem var drepinn af bandarískum hersveitum árið 2011.

Þrátt fyrir að kjósa að halda sig utan sviðsljóssins var Cheney áfram milli tannanna á fólki.

Eitt sinn fleygði hann blótsyrði í öldungadeildarþingmann demókrata á gólfi öldungadeildarinnar og skaut óvart vin sinn Harry Whittington í andlitið í veiðiferð.

Starfsævi hans einkenndist af röð heilsufarsvandamála – hann fékk fimm hjartaáföll á árunum 1978 til 2010, þar á meðal eitt árið 2000, árið sem hann og Bush voru kjörnir í Hvíta húsið.

Hann fór í fjórfalda hjáveituaðgerð og fékk gangráð ígræddan árið 2001, sem síðar var skipt út.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Farið hefur fé betra!
    1
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    International law didn't exist for Cheney because he enjoyed total impunity! Same as Trump even though Cheney hated Trump!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár