Ætla að reka borgina í plús á næsta ári

Fjár­hags­áætl­un Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir næsta ár ger­ir ráð fyr­ir að af­gang­ur verði af rekstri A-hluta borg­ar­sjóðs. Það eru þau verk­efni sem borg­in fjár­magn­ar með skatt­fé.

Ætla að reka borgina í plús á næsta ári
Fyrsta áætlunin Meirihlutinn sem stendur að baki nýkynntrar fjárhagsáætlunar var myndaður í febrúar. Þetta er því fyrsta fjárhagsáætlun meirihlutans og mögulega sú síðasta, því gengið verður til kosninga í maí næstkomandi. Mynd: Golli

Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar, sem nær til sjálfrar borgarinnar og grunnstarfsemi hennar, á að skila 4,8 milljarða króna afgangi árið 2026, samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs sem kynnt var í dag. Tilkynning um áætlunina var birt í Kauphöllinni rétt fyrir hádegi. Áætlað er að afgangurinn vaxi á næstu árum og verði 10,6 milljarðar króna árið 2030.

Veltufé frá rekstri – sem mælir hversu sterkur daglegur rekstur er – verður 7,7 prósent af tekjum árið 2026 og gert er ráð fyrir að það haldist í kringum 8 prósent næstu ár. Þetta endurspeglar, að sögn borgarinnar, traustan rekstur og góða sjóðsstöðu.

Eignir A-hluta verða um 326,8 milljarðar króna í lok árs 2026, og eiginfjárhlutfall 30 prósent. Hreinar skuldir sem hlutfall af tekjum eru áætlaðar 82 prósent og eiga að lækka á áætlunartímabilinu.

Fjárfestingar A-hluta verða 23,7 milljarðar króna árið 2026, þar af 3 milljarðar í stofnframlög til íbúðabygginga og tengdra verkefna. Lántaka borgarsjóðs verður 14 milljarðar króna, en handbært fé í árslok á að nema 17,1 milljarði króna.

Reykjavíkurborg segir að fjárhagsáætlunin endurspegli árangur af markvissri fjármálastjórn og að öll markmið fjármálastefnu borgarinnar verði uppfyllt á tímabilinu. Skuldir borgarinnar séu lágar í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og rekstur byggi á sjálfbærum grunni.

Áætlað er að sameiginleg afkoma borgarinnar verði jákvæð um 18,7 milljarða króna, og að EBITDA – sem mælir rekstrarafkomu án fjármagnsliða – nemi 69,6 milljörðum króna. Útkomuspá fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir 14,6 milljarða afgangi, þannig að afkoman á næsta ári verður betri en í ár.

Einnig er gert ráð fyrir að rekstur haldi áfram að batna á tímabilinu 2027–2030, með auknu veltufé og sterkari stöðu til að standa undir fjárfestingum í innviðum borgarinnar.

Reykjavíkurborg áætlar að skuldaviðmið verði 103 prósent árið 2026, sem er vel undir 150 prósent hámarki sveitarstjórnarlaga. 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár