Miðflokkurinn tekur stökk í stuðningi

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sekk­ur enn og nálg­ast Mið­flokk­inn, sem stekk­ur upp um tæp fimm pró­sentu­stig.

Miðflokkurinn tekur stökk í stuðningi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Formaður Miðflokksins boðaði áherslu á heilbrigða skynsemi og þjóðrækni í ræðu sinni á landsfundi flokksins í október. Mynd: Golli

Samfylkingin mælist með langmestan stuðning allra stjórnmálaflokka á Íslandi í nýjum þjóðarpúlsi Gallups, sem Ríkisútvarpið greinir frá. 

Ári eftir þingkosningar, þar sem Samfylkingin fékk 20,9% fylgi, mælist hún með 31,9% fylgi í könnun Gallups. Sjálfstæðisflokkurinn missir hins vegar enn fylgi og fer niður í 17,6%.

Mest ris er á Miðflokknum, sem stekkur upp í 16,3% fylgi eftir að hafa mælst með 11,8% fyrir mánuði í sömu könnun. Mest mældist hann með 18,7% fylgi í stakri könnun í lok september 2024, sem leiddi þó aðeins til 12,1% stuðnings í þingkosningunum. 

Miðflokkurinn hefur undanfarið lagt aukna áherslu á þjóðrækni og það sem formaður flokksins kallar heilbrigða skynsemi, en undir það fellir hann áherslu á að draga úr komum flóttamanna, sem þó hefur fækkað mjög síðustu misserin, og andstöðu við nánara samstarf við Evrópusambandið. Á sama tíma hefur Sigmundur lagt til að Donald Trump Bandaríkjaforseti fái boð til Íslands og honum verði jafnvel veitt verðlaun.

Píratar mælast nú með 1 þingmann við 3,9% fylgi, sem er aukning úr 2,9% í síðustu könnun.

Hvorki Vinstri græn né Sósíalistar ná vopnum sínum á ný. Sósíalistar, sem fengu 4% í kosningunum, mælast aðeins með 2,3% fylgi í kjölfar hallarbyltingar fyrr á árinu. Vinstri græn fá stuðning 2,6% í könnun, sem er aukning um 0,3% miðað við alþingiskosningarnar.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár