Telur HS Orku komast undan milljarða skatti með einni lántöku

Indr­ið H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, áætl­ar að rík­is­sjóð­ur tapi á þriðja millj­arð króna á tólf ár­um vegna láns móð­ur­fé­lags HS Orku til orku­fyr­ir­tæk­is­ins. Lán­ið hleð­ur á sig vöxt­um og kem­ur til greiðslu í einu lagi ár­ið 2034 og lækk­ar skatt­stofn fyr­ir­tæk­is­ins á með­an.

Telur HS Orku komast undan milljarða skatti með einni lántöku
Í vari Orkuver HS Orku í Svartsengi er vel varið fyrir jarðhræringunum á Reykjanesi en gríðarstórir varnargarðar umvefja það. Mynd: Golli

HS Orka hefur tekið milljarða króna lán hjá eiganda sínum sem lækkar skattgreiðslur fyrirtækisins umtalsvert á lánstímanum. Indrið H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, áætlar að ríkissjóður tapi allt að 2,6 milljörðum króna á tólf árum vegna þessa eina láns.

Í tveggja greina röð í tímaritinu Vísbendingu fjallar Indriði um lánveitinguna. Hann bendir á að lánið, sem er frá tengdu félagi í eigu eigenda HS Orku, sé sett upp með þeim hætti að það dragi verulega úr tekjuskatti fyrirtækisins, án þess að raunveruleg rekstrarþörf liggi fyrir.

Um er að ræða lán sem HS Orka Holding veitti dótturfélagi sínu HS Orku 38 milljónir bandaríkjadala árið 2022, sem jafngildir um 5,5 milljörðum króna. HS Orka Holding er félag í eigu fjárfestingasjóðsins Ancala Partners og Jarðvarma slhf., sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða. 

Heimildin beindi á þriðjudag spurningum til HS Orku vegna lánsins en svör hafa ekki borist. 

Sjö ára urðu tólf

Lánstíminn …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu