HS Orka hefur tekið milljarða króna lán hjá eiganda sínum sem lækkar skattgreiðslur fyrirtækisins umtalsvert á lánstímanum. Indrið H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, áætlar að ríkissjóður tapi allt að 2,6 milljörðum króna á tólf árum vegna þessa eina láns.
Í tveggja greina röð í tímaritinu Vísbendingu fjallar Indriði um lánveitinguna. Hann bendir á að lánið, sem er frá tengdu félagi í eigu eigenda HS Orku, sé sett upp með þeim hætti að það dragi verulega úr tekjuskatti fyrirtækisins, án þess að raunveruleg rekstrarþörf liggi fyrir.
Um er að ræða lán sem HS Orka Holding veitti dótturfélagi sínu HS Orku 38 milljónir bandaríkjadala árið 2022, sem jafngildir um 5,5 milljörðum króna. HS Orka Holding er félag í eigu fjárfestingasjóðsins Ancala Partners og Jarðvarma slhf., sem er í eigu fjórtán íslenskra lífeyrissjóða.
Heimildin beindi á þriðjudag spurningum til HS Orku vegna lánsins en svör hafa ekki borist.
Sjö ára urðu tólf
Lánstíminn …















































Athugasemdir