Dóra Björt vill verða formaður Pírata

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, býð­ur sig fram til for­manns í hreyf­ing­unni. Hún seg­ir það hafa rugl­að kjós­end­ur að stað­setja sig ekki á klass­ísk­um póli­tísk­um ás stjórn­mál­anna.

Dóra Björt vill verða formaður Pírata
Býður sig fram Dóra Björt býður sig fram til formennsku í Pírötum, sem hún vill þó að heiti annað. Gera má ráð fyrir að formannsframboðið þýði að hún muni bjóða sig fram til forystu í komandi sveitastjórnarkosningum. Mynd: Bára Huld Beck

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, ætlar að bjóða sig fram til formennsku í hreyfingunni. Hún vill staðsetja flokkinn á miðjunni og hefja umræður um að skipta um nafn. 

Framboðstilkynningin birtist á samfélagsmiðlum í morgun en þar segist hún bjóða sig fram til að taka þátt þeirri uppbyggingu og endurreisn sem er framundan. Flokkurinn féll af Alþingi í síðustu kosningum en á þrjá fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur.

Í myndbandi sem hún birti segir Dóra Björt að það hafi ruglað kjósendur að hafna því að staðsetja sig á pólitískum ási. Flokkurinn sé miðjuflokkur og eigi að staðsetja sig þar. Þá segir hún að nafnið Píratar hafi verið óskabarn síns tíma en að tíðarandinn hafi breyst. Því þurfi að taka umræðu um að skipta um nafn.

Dóra Björt hefur leitt Pírata í borginni í síðustu ár en hún bauð sig einnig fram í prófkjöri flokksins fyrir síðustu þingkosningar. Hún hefur ekki gefið út hvort hún hyggist bjóða sig fram í komandi sveitastjórnarkosningum en leiða má líkur að því að svo verði, fyrst hún býður sig nú fram til formennsku í flokknum. 

Ranglega kom fram, fyrst þegar fréttin birtist, að borgarfulltrúar Pírata væru tveir.
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁJ
    Ástþór Jóhannsson skrifaði
    Hún mun aldrei geta losað sig við "Græna gímaldið" sem fólk í fjarlægum kjördæmum hrekkur upp úr martröð sinni að búið sé að byggja fyrir framan gluggana hjá því - í boði Pírata.
    Trúi ekki öðru en hún sé búin að vera og hverfi inn á öskuhaug stjórnmálanna næsta sumar.
    En hvað veit maður það eru ca. 14% kosningabærra sem greiða költinu hans Simma D atkvæði sitt, svo allt getur gerst. Þetta er Ísland þvert á flokka (hin hliðin), það má ekki gleyma því. Hreint ótrúlega klikkað.
    -1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Illa komið fyrir pírötum ef Dóra Trump verður formaður en ekki við öðru að búast því píratar töluðu mikið og sögðust hafa háleit markmið en í ljós kom að þeir voru bara leyniklúbbur "Eg ræð" fólksinsl. En nýtt nafn væri líklega raunhæfara... "ég ræð" flokkurinn ?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár