Samstöðin skilaði rúmlega 50 milljóna króna tapi á síðasta ári 2024, samkvæmt ársreikningi félagsins sem skilað var til Skattsins í gær. Það er mun meira tap en árið áður, þegar það nam rúmum 24 milljónum króna.
Tekjur Samstöðvarinnar jukust þó á milli ára og námu 14,2 milljónum króna árið 2024, samanborið við 11,2 milljónir árið áður. Á sama tíma tæplega tvöfölduðust rekstrargjöld. Þau fóru úr 34,9 milljónum árið 2023 í 64,2 milljónir árið 2024.
Í lok árs 2024 voru eignir félagsins samtals 3,5 milljónir króna, samanborið við tæpar 7,9 milljónir árið áður. Handbært fé lækkaði úr 5,5 milljónum lækkaði um hálfa milljón króna.
Eigið fé Samstöðvarinnar var neikvætt um 83,3 milljónir króna í árslok 2024, en var neikvætt um 26,5 milljónir í lok árs 2023. Félagið er þannig með verulegt neikvætt eigið fé. Í heild skuldar Samstöðin …
Athugasemdir