Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Mikilvægt að verja alþjóðalög“

Ís­lend­ing­ar og Græn­lend­ing­ar und­ir­rita sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu á tím­um vax­andi spennu. Enn er bú­ist við því að Trump hafi áhuga á að inn­lima Græn­land í Banda­rík­in.

„Mikilvægt að verja alþjóðalög“
Nágrannaþjóðir Jens Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Kristrún Frostadóttir, undirrita yfirlýsinguna í Nuuk í dag. Mynd: Stjórnarráðið

Forsætisráðherrar Íslands og Grænlands undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í dag, þar sem undirliggjandi er vaxandi spenna og mikilvægi auðlinda á norðurslóðum.

Í yfirlýsingunni segir að alþjóðastjórnmálalegt mikilvægi svæðisins hafi aukist, knúið áfram af loftslagsbreytingum, siglingum og auðlindanýtingu.

„Í þessu samhengi er mikilvægt að verja alþjóðalög og laga samstarf okkar að þessum veruleika og vernda efnahagslegt öryggi. Þetta verður einnig að vega á móti aðstæðum sem einkennast af spennu, sífellt meira krefjandi viðskiptaumhverfi og aukinni samkeppni um aðgang að auðlindum. Í hratt breytilegu geopólitísku umhverfi er nánara samstarf milli þjóða sem búa á svæðinu og þeirra þjóða sem deila grundvallarreglum okkar nauðsynlegt.“

Yfirlýsingin kveður á um að „hraða vinnu sameiginlegs vinnuhóps sem hefur það umboð að meta hagkvæmni sanngjarns viðskiptasamnings milli landa okkar, með það fyrir augum að þróa viðeigandi ramma fyrir slíkan samning.“

Skjalið byggir á grunni sams konar yfirlýsingar sem Katrín Jakobsdóttir undirritaði sem forsætisráðherra árið 2022. Þá var …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár