Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, viðraði þá hugmynd í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að skera niður á sviði „skemmtiefnis sem sumt hvert er orðið hálfgerður pólitískur áróður“ hjá Ríkisútvarpinu og vísaði sérstaklega til Gísla Marteins Baldurssonar, þáttarstjórnanda skemmtiþáttanna Vikunnar með Gísla Marteini.
Snorri sagði Gísla Martein vera „hugmyndafræðilegan ritstjóra Ríkisútvarpsins“ og vakti athygli á honum sem „næstu niðurskurðarhugmynd hjá Ríkisútvarpinu“. Í því samhengi vitnaði Snorri til ummæla Gísla Marteins á Facebook-síðu hans um „lýðskrumara“ eftir að 10. vetri þáttaraðarinnar lauk í vor.
„Almannaútvarp eins og RÚV hefur aldrei verið mikilvægara en núna á tímum upplýsingaóreiðu og uppgangs þjóðernis-íhaldssinnaðra lýðskrumara ...“ skrifaði Gísli Marteinn.
Logi sagðist ekki skipta sér af dagskrárgerð
Snorri bað Loga Einarsson, menningar, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um að bregðast við ummælunum, sem hann kallar stefnumarkandi yfirlýsingu.
Hann vildi vita „hvort hæstvirtur ráðherra sé sammála því að Ríkisútvarpið gegni því hlutverki í okkar samfélagi að …
Athugasemdir