Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar

Mað­ur á átt­ræðis­aldri hef­ur ver­ið dæmd­ur í sex mán­aða fang­elsi fyr­ir að draga sér rúm­lega 40 millj­ón­ir króna af reikn­ing­um lát­inn­ar móð­ur sinn­ar. Hann hafði ver­ið út­nefnd­ur um­boðs­mað­ur erf­ingja í einka­skipt­um á dán­ar­búi henn­ar.

Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar

Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur fyrir að taka út rúmar 40 milljónir króna af reikningum látinnar móður sinnar. Maðurinn hafði verið fulltrúi erfingja við skipti á dánarbúi hennar. Hann var auk þess dæmdur fyrir peningaþvætti, þar sem hann millifærði hluta peninganna á milli eigin reikninga.

Dómur í málinu féll í dag og var maðurinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn sannað að hann hefði bæði gerst sekur um fjárdrátt og peningaþvætti.

Fjárdrátturinn fór fram með sjö millifærslum og úttektum á árunum 2019 til 2021, samkvæmt dómnum, og tók maðurinn í heild 40.303.203 krónur af bankareikningi dánarbúsins. Hann tók út eða millifærði fjárhæðirnar yfir á eigin reikninga. 

Síðar nýtti hann hluta fjárins með því að leggja fimm  milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og millifæra rúmar 14 milljónir milli eigin reikninga, sem var talið fela í sér peningaþvætti.

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn væri rúmlega sjötugur, hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, hefði játað brotin skýlaust og að nokkur tími hefði verið liðinn frá brotunum. Hins vegar vó þungt að hann hefði dregið að sér háar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar, á kostnað annarra erfingja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár