Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar

Mað­ur á átt­ræðis­aldri hef­ur ver­ið dæmd­ur í sex mán­aða fang­elsi fyr­ir að draga sér rúm­lega 40 millj­ón­ir króna af reikn­ing­um lát­inn­ar móð­ur sinn­ar. Hann hafði ver­ið út­nefnd­ur um­boðs­mað­ur erf­ingja í einka­skipt­um á dán­ar­búi henn­ar.

Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar

Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur fyrir að taka út rúmar 40 milljónir króna af reikningum látinnar móður sinnar. Maðurinn hafði verið fulltrúi erfingja við skipti á dánarbúi hennar. Hann var auk þess dæmdur fyrir peningaþvætti, þar sem hann millifærði hluta peninganna á milli eigin reikninga.

Dómur í málinu féll í dag og var maðurinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn sannað að hann hefði bæði gerst sekur um fjárdrátt og peningaþvætti.

Fjárdrátturinn fór fram með sjö millifærslum og úttektum á árunum 2019 til 2021, samkvæmt dómnum, og tók maðurinn í heild 40.303.203 krónur af bankareikningi dánarbúsins. Hann tók út eða millifærði fjárhæðirnar yfir á eigin reikninga. 

Síðar nýtti hann hluta fjárins með því að leggja fimm  milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og millifæra rúmar 14 milljónir milli eigin reikninga, sem var talið fela í sér peningaþvætti.

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn væri rúmlega sjötugur, hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, hefði játað brotin skýlaust og að nokkur tími hefði verið liðinn frá brotunum. Hins vegar vó þungt að hann hefði dregið að sér háar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar, á kostnað annarra erfingja.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Aumt er það. Græðgin er ein af dauðasyndunum sjö😪
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár