„Þetta eru mjög öflug tól en áhrif þeirra á okkur eru mjög háð því hvernig við umgöngumst þau. Það mætti segja að þau geti bæði tengt okkur við umheiminn en líka aftengt okkur umhverfinu. Þessi tæki eru sérstaklega hönnuð til þess að vera ómótstæðileg og það er þess vegna orðinn mikilvægur hæfileiki í nútímasamfélagi að leggja þau frá sér.“
Þetta segir Ársæll Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann segir snjalltæki vera komin til að vera og að fólk þurfi að taka ábyrgð á því hvernig það umgangist þau – notkun tækjanna geti bæði verið jákvæð og neikvæð. „Það ræðst af því hvernig fólk notar þessi tæki, hvenær og hvers vegna,“ segir hann.
„Fylgnin milli mikillar skjátímanotkunar og lakari líðunar er sérstaklega sterk þegar um er að ræða óvirkt skrun og félagslegan samanburð
Auka þægindi en geta valdið streitu
Ársæll bendir á að að meðaltali kíki fólk á símann sinn …
Athugasemdir