Kjartan Ólafsson, rannsóknalektor við HÍ og sérfræðingur í miðlanotkun ungs fólks, segir að fólki hætti stundum til að sjá tilkomu snjallsíma sem meiri byltingu en hún sé í reynd. Hverri nýrri tækniþróun fylgi ótti – til dæmis prenttækni, útvarpi og sjónvarpi.
„Þegar sjónvarpið kom til sögunnar þá voru rosa áhyggjur af því. Hvaða áhrif það hefði að hafa svona mikinn aðgang að fréttum og afþreyingu. Svo kom internetið. Þetta er alltaf að breytast. Okkur hættir til að sjá þetta sem meiri breytingu á hverjum tíma en það svo reynist vera.“
Auðvitað sé aukin tækninotkun ekki án sinna galla. „En mér finnst engin ástæða til þess að horfa á þessar tæknilausnir sem annaðhvort góðar eða slæmar. Þær hafa ákveðna eiginleika. Það er hægt að nýta þær í ákveðnum tilgangi.“
Ekki endilega óverðugt að horfa á Youtube
Kjartan segir hugmyndina um fíkn í tengslum við tækninotkun mjög umdeilda. „Fullyrðingar um það að …
Athugasemdir