Bjarki Snær Ólafsson gengur um með takkasíma og hefur gert það í að verða sex ár. Fyrir þremur árum losaði hann sig líka við internetið heima hjá sér. „Hjá mér hefur ekki verið löngun að fara aftur í snjallsíma. Ekki nein. Ég er alsæll án þessa alls.“
Bjarki, sem er 29 ára og starfar á leikskóla, er ekki með útvarp heima hjá sér, en á þó sjónvarp. „Engin afþreying. Nema ég les og mála og spila á gítar.“
Er á samfélagsmiðlum og með snjallsíma í útlöndum
Bjarki á reyndar snjallsíma sem hann notar ekki nema bara í útlöndum. „Það er eiginlega nauðsynlegt til að eiga þægilega upplifun í útlöndum,“ skýrir hann. Þá notar hann internetið enn, en nálgast það á bókasafninu og heima hjá foreldrum sínum. „Ég er á Facebook og ég er með Instagram fyrir málverkin mín.“
Spurður hvað honum finnist um samfélagsmiðla segir Bjarki að sér finnist þeir …
Athugasemdir