Telur málið eiga fullt erindi til Mannréttindadómstólsins

Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lög­mað­ur Að­al­steins Kjart­ans­son­ar blaða­manns, seg­ir til skoð­un­ar að fara með meið­yrða­mál fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. Páll Vil­hjálms­son blogg­ari var sýkn­að­ur í mál­inu.

Telur málið eiga fullt erindi til Mannréttindadómstólsins
Gunnar Ingi Jóhannsson

„Þetta er niðurstaðan og ég tel að dómafordæmi frá Mannréttindadómstólnum gefi vísbendingar um að þessi niðurstaða sé langt frá því að vera rétt,“ segir Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins Kjartanssonar, aðstoðarritstjóra Heimildarinnar.

Páll Vilhjálmsson bloggari var sýknaður í Landsrétti í júní sem hann lét falla um Aðalstein. Hæstiréttur hafnaði því í gær að taka málið fyrir.

Aðalsteinn stefndi Páli vegna skrifa og vann málið í héraðsdómi en Landsréttur snéri dómnum í kjölfarið við. Skrif Páls vörðuðu umfjöllun Aðalsteins og annarra blaðamanna um svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ sem beitti sér í opinberri umræðu um Samherjamálið sem varðar meintar mútugreiðslur í Namibíu og skattaundanskot tengdum alþjóðlegum rekstri útgerðarfyrirtækisins.

Páll sakaði blaðamennina um að hafa haft aðild að byrlun á skipstjóra Samherja. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakaði byrlunarmálið í þrjú ár en felldi það niður í fyrra.

Gunnar Ingi segir til skoðunar að fara með málið fyrir …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Að hagsmunaaðilar komist upp með aðstoð dómstóla að þagga niður réttmæta gagnrýni rannsóknablaðamanna , verður að teljast miður fyrir samfélag sem telur sig teljast til réttarríkis.
    Auðvitað ber að bera þetta mál undir Mannréttindadómstólinn í Strassbourgh enda varðar það störf blaðamanna sem og okkur öll.
    Það er ætíð farsælt að sýna fyllstu varkárni og fullyrða fremur minna en of mikið. Pistlahöfundurinn sem málið snýst um hefur orð á sér að fara oft of langt í fullyrðingum sínum. Blaðamaðurinn hefur kappkostað að vanda sín störf og bera að virða þau.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár