Færeyskur stuðningsmaður hernaðar Ísraels á Gaza heimsótti Samfylkinguna

Sjúrð­ur Ska­ale, fær­eysk­ur þing­mað­ur fyr­ir syst­ur­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, heim­sótti Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra og þing­flokk henn­ar. Hann hef­ur mark­að sér stöðu al­þjóð­lega sem stuðn­ings­mað­ur Ísra­el og hern­að­ar í Gaza.

Færeyskur stuðningsmaður hernaðar Ísraels á Gaza heimsótti Samfylkinguna
Sjúrður Skaale og Kristrún Frostadóttir Þingmaðurinn heimsótti systurflokkinn á Íslandi.

Sjúrður Skaale, einn af tveimur þingmönnum Færeyja á danska þinginu, heimsótti Ísland í síðustu viku. Hann fundaði með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokki Samfylkingarinnar.

Sjúrður, sem er þingmaður Jafnaðarflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, er einarður stuðningsmaður Ísraels og hefur varið hernað ísraelskra stjórnvalda á Gaza í ræðu og riti undanfarin ár.

Ræða hans á danska þinginu í maí í fyrra vakti alþjóðlega athygli en þar sagði hann Ísrael vera réttdræpt í augum múslima á Mið-Austurlöndum og þannig vera „Salman Rushdie ríkjanna“. Vísaði hann þar til rithöfundarins sem leiðtogi Íran sagði réttdræpan árið 1989 fyrir skrif sín um Múhammeð spámann.

Í ræðunni gagnrýndi Sjúrður yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísrael er fordæmt fyrir brot gegn palestínsku þjóðinni og landtöku á Vesturbakkanum. „Í gegnum söguna hefur Ísrael einungis tekist að lifa af, kraftaverki líkast, með því að berja niður árásir. Í Ísrael er veikleiki það sama og tortíming,“ sagði Sjúrður.

Alþjóðleg rannsóknarnernd á …

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ragnhildur L Guðmundsdóttir skrifaði
    Hann má alveg hafa sína persónulegu skoðun á málum og bara ekkert að því. Þó hann sé í "systurflokki" þá þurfum við sem betur fer ekki að vera sammála honum. Styð tveggja ríkja lausn og er á móti drápum á fólki sama hverjir og sama hvar, svo má alveg koma fram að drápin eru ekki kristileg hegðun enda á kærleiksboðorðið að ríkja hjá öllum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár