Fannar Freyr Haraldsson er 24 ára myndlistarnemi og hefur gengið um með takkasíma í tvö ár. Hann segir fólk nota snjallsíma til að flýja eigin hugsanir og finnst tækin hafa sundrandi áhrif á samfélagið. „Þú ferð út og þú sérð bara að það eru allir með í eyrunum, allir horfandi niður.“
Snjallsímar fara, að sögn Fannars, mjög í taugarnar á honum og hann hafði íhugað að hætta notkun þeirra lengi.
„Ég var alltaf með eitthvað í eyrunum og mér fannst ég byrjaður að vera dálítið geðveikur á því að vera með þetta í vasanum. Þannig ég ákvað að prófa að breyta. Mig hefur ekki langað að fara aftur í snjallsímann,“ segir hann.
Upplifði létti
Það var samtal við sálfræðing sem fékk hann til að ríða á vaðið og skipta yfir í takkasíma. „Þetta truflaði mig, minnir mig, í eina eða tvær vikur að vera ekki með eitthvað í eyrunum meðan …
Einn af fáum sem úttalar sig um þetta áhald.