„Ég var komin með svo mikið ógeð á aðgenginu sem aðrir höfðu að mér. Og því að vera að lifa lífinu til þess að sýna öðrum það,“ segir hin 25 ára gamla Ólafía Sigurðardóttir, sem hefur síðustu mánuði verið að endurskilgreina samband sitt við snjallsímann.
Í desember fór Ólafía að ganga um með samlokusíma og skildi snjallsímann eftir heima eða notaði hann aðeins til að spila tónlist ef hún fór með hann út úr húsi.
„Ég var að reyna að nota hann meira sem vinnutól, þá til að sinna stjörnuspekinni og Instagramminu í tengslum við það. En ég var ekkert inni á mínu,“ skýrir Ólafía, sem er stjörnuspekingur auk þess að starfa í sundlaug.
Þegar blaðamaður náði tali af Ólafíu hafði hún nýlega flutt í íbúð sem er ekki með þráðlaust net. Hún hafði því skipt aftur yfir í að nota snjallsímann. „Bara tímabundið samt,“ bætir hún við.
Athugasemdir