Brottfall í íslenskum háskólum er hærra en meðaltal OECD-ríkjanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags og framfarastofnunarinnar – OECD – sem birt var í gær. Þar segir að efla þurfi stuðning við nýnema og tryggja gæði og kjör starfsfólks háskóla á Íslandi.
Í frétt á vef Stjórnarráðsins um skýrsluna segir Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra um niðurstöðurnar: „Það er hollt að fá utanaðkomandi augu og samanburð við önnur lönd. Þessar niðurstöður staðfesta að háskólamálin þurfa að njóta sérstakrar athygli og tryggja þarf grunnfjármögnun háskólastigsins til lengri tíma.“
Hann segir framtíðarsýn fyrir háskólastigið þurfi að vera skýr og aðgengileg með lykilmælikvörðum.

Fjárveitingar lægri en á Norðurlöndum
Í fréttinni segir: „Samkvæmt nýjustu gögnum námu meðalútgjöld á hvern ársnema í háskóla á Íslandi árið 2022 um 2,2 milljónum króna, sem er 20,5 prósent hærra en meðaltal OECD-ríkja, en tæplega …
Athugasemdir