Fólk með vanlíðan hverfur í kanínuholur gervigreindar

Pét­ur Maack Þor­steins­son, formað­ur Sál­fræð­inga­fé­lags Ís­lands, var­ar við notk­un gervi­greind­ar í stað sál­fræð­ings. Hún sé hönn­uð til að halda fólki á spjalli og hafi ekki þjálf­un heil­brigð­is­starfs­manns. Óljóst sé hvar leita eigi rétt­ar síns og spurn­ing­um um trún­að og að­stoð í neyð er ósvar­að.

Fólk með vanlíðan hverfur í kanínuholur gervigreindar
Pétur Maack Þorsteinsson Formaður Sálfræðingafélagsins segir gervigreind ekki þekkja rauð flögg og því ekki vísa fólki til þar til bærra meðferðaraðila.

Foreldrar 16 ára drengs í Bandaríkjunum sem svipti sig lífi hafa kært fyrirtækið OpenAI, sem rekur spunagreindarforritið ChatGPT, fyrir að hafa stutt hann í fyrirætlan sinni. Málið hefur vakið spurningar um hvort spjallforrit af þessu tagi geti leitt fólk sem upplifir vanlíðan eða einmanaleika í ógöngur.

Samkvæmt kæru foreldranna ráðlagði ChatGPT drengnum um hvernig best væri að stytta sér aldur, bauðst til þess að skrifa fyrir hann fyrstu drög að sjálfsmorðsbréfi og varaði hann við að láta aðra vita af því sem hann hugðist gera.

Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir gervigreind sem slíka ekki vera slæma og líklega fæsta sálfræðinga hafa þá skoðun. „En hún hefur ekki innbyggða dómgreind, hún er ekki þjálfuð eins og heilbrigðisstarfsmaður og þar af leiðandi má fólk fyrst og fremst gæta sín að hafa ekki þær væntingar,“ segir hann.

„Stóru mállíkönin, sem við köllum gervigreind, virka þannig að það eru kennslugögn fóðruð í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Gervigreindin tekur yfir

Spennan við gervigreindar-tónlist snýst upp í andhverfu sína
MenningGervigreindin tekur yfir

Spenn­an við gervi­greind­ar-tónlist snýst upp í and­hverfu sína

Tón­list­ar­mað­ur­inn Svein­björn Thor­ar­en­sen seg­ir traust­ið á milli tón­list­ar­manns­ins og hlust­and­ans rofna með til­komu tón­list­ar sem al­far­ið er gerð af gervi­greind. Spotify dreif­ir henni og Svein­björn seg­ir ástæð­una þá sömu og lengi hef­ur þekkst í brans­an­um: „Til þess að þurfa ekki að borga tón­listar­fólki.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár