Foreldrar 16 ára drengs í Bandaríkjunum sem svipti sig lífi hafa kært fyrirtækið OpenAI, sem rekur spunagreindarforritið ChatGPT, fyrir að hafa stutt hann í fyrirætlan sinni. Málið hefur vakið spurningar um hvort spjallforrit af þessu tagi geti leitt fólk sem upplifir vanlíðan eða einmanaleika í ógöngur.
Samkvæmt kæru foreldranna ráðlagði ChatGPT drengnum um hvernig best væri að stytta sér aldur, bauðst til þess að skrifa fyrir hann fyrstu drög að sjálfsmorðsbréfi og varaði hann við að láta aðra vita af því sem hann hugðist gera.
Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir gervigreind sem slíka ekki vera slæma og líklega fæsta sálfræðinga hafa þá skoðun. „En hún hefur ekki innbyggða dómgreind, hún er ekki þjálfuð eins og heilbrigðisstarfsmaður og þar af leiðandi má fólk fyrst og fremst gæta sín að hafa ekki þær væntingar,“ segir hann.
„Stóru mállíkönin, sem við köllum gervigreind, virka þannig að það eru kennslugögn fóðruð í …
Athugasemdir