Fjárfestirinn Eyþór Kristján Guðjónsson er ellefti tekjuhæsti einstaklingurinn á Suðurlandi en hann er einn eigenda Sky Lagoon. Hann á einnig Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem og í Smáralindinni.
„Ég kem að fimmtán félögum,“ útskýrir hann þegar hann er spurður hverju megi þakka að hann hafi verið með um 160 milljónir króna í heildartekjur á ári. Hann segir töluna koma sér nokkuð á óvart. Eyþór segist ekki vilja vekja mikla athygli á sér heldur finnist honum best að láta gott af sér leiða.
„Ég hef helst áhyggjur af því hvernig fólki líður,“ svarar hann þegar blaðamaður spyr hvað liggi helst á honum. Fjárfestingarnar hans bera þess glöggt vitni og spurður um það svarar Eyþór: „Já, einmitt, það er ekki langt síðan ég tók sjálfur eftir þessari línu í fjárfestingunum hjá mér.“
Og þótt Eyþóri finnist ekki þægilegt að tala um auðæfin, verður hann kindarlegur þegar hann er spurður út í forna frægð; …
Athugasemdir