„Auðvitað er maður stoltur að hafa borgað mikinn skatt í gegnum tíðina,“ segir Magnús Sverrir Þorsteinsson aðspurður hvernig honum þyki að borga einna hæstu skatta landsins. Magnús er forstjóri og einn eigenda Blue Car Rental. Hann er í öðru sæti yfir tekjuhæstu íbúa á Reykjanesi með heildartekjur upp á 420.459.405 krónur. Magnús á 45 prósent hlut í Blue Car Rental en aðrir eigendur eru Guðrún Sædal Björgvinsdóttir, sem einnig á 45 prósent. Þá eiga Þorsteinn Þorsteinsson og Elísa Ósk Gísladóttir tíu prósent.
Listinn oft litinn neikvæðum augum
„Ég veit ekki hvort að það sé heiður að vera á þessum lista en maður er allavega að skila einhverju til samfélagsins,“ segir hann. Blaðamaður spyr þá hvernig honum þyki skattpeningunum varið. „Ágætlega heilt yfir,“ svarar Magnús.
Hann segir að fólk líti oft á lista yfir hátekjufólk sem neikvæðan. „En það er oft hægt að snúa þessu við. Þeir sem eru með há …
Athugasemdir