„Ég er fínn í mörgu en ekki frábær í neinu“

„Ég veit ekki hvort að það sé heið­ur að vera á þess­um lista en mað­ur er alla­vega að skila ein­hverju til sam­fé­lags­ins,“ seg­ir Magnús Sverr­ir Þor­steins­son, for­stjóri og einn eig­andi Blue Car Rental. Hann seg­ir 2024 hafa ver­ið varn­ar­ár en að stað­an líti bet­ur út í ár.

„Ég er fínn í mörgu en ekki frábær í neinu“
Magnús Sverrir Þorsteinsson Tekjur Magnúsar voru ríflega 420 milljónir. Hann segist stoltur að geta skilað aftur til samfélagsins með háum sköttum. Mynd: BL ehf.

„Auðvitað er maður stoltur að hafa borgað mikinn skatt í gegnum tíðina,“ segir Magnús Sverrir Þorsteinsson aðspurður hvernig honum þyki að borga einna hæstu skatta landsins. Magnús er forstjóri og einn eigenda Blue Car Rental. Hann er í öðru sæti yfir tekjuhæstu íbúa á Reykjanesi með heildartekjur upp á 420.459.405 krónur. Magnús á 45 prósent hlut í Blue Car Rental en aðrir eigendur eru Guðrún Sædal Björgvinsdóttir, sem einnig á 45 prósent. Þá eiga Þorsteinn Þorsteinsson og Elísa Ósk Gísladóttir tíu prósent.

Listinn oft litinn neikvæðum augum

„Ég veit ekki hvort að það sé heiður að vera á þessum lista en maður er allavega að skila einhverju til samfélagsins,“ segir hann. Blaðamaður spyr þá hvernig honum þyki skattpeningunum varið. „Ágætlega heilt yfir,“ svarar Magnús.

Hann segir að fólk líti oft á lista yfir hátekjufólk sem neikvæðan. „En það er oft hægt að snúa þessu við. Þeir sem eru með há …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár