Þegar Ágúst Bergsson áttaði sig á því að hann væri tekjuhæsti Vestmannaeyingurinn í ár kom hann af fjöllum. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu,“ sagði hann og bætti því við að fjármagnstekjur mætti rekja til þess að hann seldi hlut sinn í Ísfélaginu í fyrra.
Ágúst er eftirlaunaþegi en heildartekjurnar námu 495,9 milljónum í fyrra, með fjármagnstekjum. „Það verður bara þetta árið hjá mér.“
Fór fjórtán ára á sjó
Hlutabréf í Ísfélaginu fékk hann í arf frá föður sínum og afa, auk þess að vinna sér inn fyrir þeim. Faðir hans var Bergur Elías Guðjónsson, sem varð hluthafi í Ísfélaginu þegar útgerðarmenn tíu báta gengu til liðs við félagið í lok árs 1956. Árið 2002 greindi Morgunblaðið frá því að hann væri þá 89 ára gamall enn að mæta á aðalfundi félagsins, elstur allra hluthafa. Sjómennskan var órjúfandi hluti af lífinu og við það ólst Ágúst upp.
Sjálfur var …
Athugasemdir