Tekjuhæstur í Eyjum eftir sölu í Ísfélaginu: „Ég get ekki kvartað“

Ág­úst Bergs­son er tekju­hæst­ur í Vest­manna­eyj­um eft­ir sölu hluta­bréfa í Ís­fé­lag­inu. Sjó­mennsk­an hef­ur alltaf ver­ið stór hluti af líf­inu, hann er al­inn upp af út­gerð­ar­mönn­um, fór fyrst á sjó að verða fjór­tán og var lengi skip­stjóri.

<span>Tekjuhæstur í Eyjum eftir sölu í Ísfélaginu:</span> „Ég get ekki kvartað“
Árið 1990 Ágúst Bergsson var á þessum tíma skipstjóri á Lóðsinum í Vestmannaeyjum. Mynd: MBL

Þegar Ágúst Bergsson áttaði sig á því að hann væri tekjuhæsti Vestmannaeyingurinn í ár kom hann af fjöllum. „Ég hafði ekki áttað mig á þessu,“ sagði hann og bætti því við að fjármagnstekjur mætti rekja til þess að hann seldi hlut sinn í Ísfélaginu í fyrra.

Ágúst er eftirlaunaþegi en heildartekjurnar námu 495,9 milljónum í fyrra, með fjármagnstekjum. „Það verður bara þetta árið hjá mér.“ 

Fór fjórtán ára á sjó

Hlutabréf í Ísfélaginu fékk hann í arf frá föður sínum og afa, auk þess að vinna sér inn fyrir þeim. Faðir hans var Bergur Elías Guðjónsson, sem varð hluthafi í Ísfélaginu þegar útgerðarmenn tíu báta gengu til liðs við félagið í lok árs 1956. Árið 2002 greindi Morgunblaðið frá því að hann væri þá 89 ára gamall enn að mæta á aðalfundi félagsins, elstur allra hluthafa. Sjómennskan var órjúfandi hluti af lífinu og við það ólst Ágúst upp. 

Sjálfur var …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár