Flutningur sögulegrar, rauðmálaðar timburkirkju, sem er talin ein fallegasta bygging Svíþjóðar, hófst í morgun með mikilli fyrirhöfn. Kirkjan verður færð til í bænum Kiruna í Lapplandi til að rýma fyrir stækkun stærstu neðanjarðarnámu Evrópu.
En það er ekki nóg að flytja kirkjuna. Í raun verður allur miðbær Kiruna fluttur til vegna risavaxinnar járnámu LKAB. Sífellt dýpri námugröftur hefur veikt jarðveginn og aukið hættu á að hann gefi sig á ákveðnum svæðum.
Árið 2018 voru 26,9 milljónir tonna af járngrýti sótt í námuna. Námuvinnslan hófst árið 1898 og alls hafa verið sótt þangað 950 milljónir tonna af efni. Það var síðan árið 2004 sem ákveðið var að flytja miðbæ Kiruna austar, vegna hættu á jarðsigi af völdum námuvinnslu. Árið 2020 varð jarðskjálfti af stærðinni 4,9 á svæðinu, sem var afleiðing námugraftar. Frá árinu 2020 hefur efni aðallega verið flutt frá jarðlögum sem liggja 1.365 metra undir Kiirunavaara-fjalli, þar sem járngrýtið lá …
Athugasemdir