„Þetta eru slæmar fréttir, og ekki bara fyrir okkur, heldur almennt fyrir veiðifélög á Íslandi, segir Guðmundur Skúli Hartvigsson, formaður veiðifélags Haukadalsár, en þar hafa fundist eldislaxar og samtökin Náttúruverndarsjóður vöktu fyrst athygli á. Veiðileyfi í Haukadalsá kosta að jafnaði um og yfir tvö hundruð þúsund krónur stöngin yfir háannatímannn á sumrin. Guðmundur Skúli segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að loka ánni í bili og að veiðifélagið eigi í góðu samstarfi við eftirlitsaðila vegna málsins.
„En auðvitað er þetta skellur eins og þetta birtist í fréttum,“ segir Guðmundur Skúli. Hann segir veiðifélagið, sem samanstendur af eigendum árinnar, eiga í miklum samskiptum vegna málsins og munu þeir funda vegna þessa.
Yfir áttatíu þúsund eldislaxar sloppið
Í ljós kom á fimmtudag, að eldislax hefði sloppið úr kví Arctic Fish en fyrirtækið er með fiskeldi á tíu stöðum í fimm fjörðum: Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði, Dýrafirði og Ísafjarðardjúpi.
Rúmlega áttatíu þúsund …
Athugasemdir (1)