Formaður veiðifélags Haukadalsá segir slysasleppingu skell

Vel yf­ir átta­tíu þús­und eld­islax­ar hafa slopp­ið úr sjókví­um á síð­ustu fimm ár­um. Var­úð­ar­orð sér­fræð­inga hafa ít­rek­að ver­ið huns­uð. Formað­ur veiði­fé­lags Hauka­dalsá seg­ir ána opna enn sem kom­ið er.

Formaður veiðifélags Haukadalsá segir slysasleppingu skell
Óskar Páll Sveinsson Hér má sjá Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðing, í leit að eldislaxi aðfaranótt fimmtudags.

„Þetta eru slæmar fréttir, og ekki bara fyrir okkur, heldur almennt fyrir veiðifélög á Íslandi, segir Guðmundur Skúli Hartvigsson, formaður veiðifélags Haukadalsár, en þar hafa fundist eldislaxar og samtökin Íslenski Náttúruverndarsjóður vöktu fyrst athygli á. Veiðileyfi í Haukadalsá kosta að jafnaði um og yfir tvö hundruð þúsund krónur stöngin yfir háannatímannn á sumrin. Guðmundur Skúli segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að loka ánni í bili og að veiðifélagið eigi í góðu samstarfi við eftirlitsaðila vegna málsins. 

„En auðvitað er þetta skellur eins og þetta birtist í fréttum,“ segir Guðmundur Skúli. Hann segir veiðifélagið, sem samanstendur af eigendum árinnar, eiga í miklum samskiptum vegna málsins og munu þeir funda vegna þessa. 

Yfir áttatíu þúsund eldislaxar sloppið

Í ljós kom á fimmtudag, að eldislax hefði sloppið úr kví Arctic Fish en fyrirtækið er með fiskeldi á tíu stöðum í fimm fjörðum: Pat­reks­firði, Tálknafirði, Arnar­f­irði, Dýraf­irði og Ísa­fjarðar­djúpi.

Rúmlega áttatíu …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MÖG
    Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
    Aldrei dytti mér í hug að borga 200 þúsund fyrir að veifa stöng yfir laxveiðiá og ef eitthvað kvikindi væri svo vitlaust að bíta á þá yrði ég að sleppa því. Er þá ekki bara ágætt að fá " eldislax" og mega fara með hann heim og éta hann.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna eru þessi laxeldisfyrirtæki með eftirlit með sjálfum sér ?
    1
    • Orri Olafur Magnusson skrifaði
      Hér á landi er allt eftirlit með reglum og lögum í skötulíki ; þetta á t d við um eftirlit með umferð og hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem aka yfir á rauðu ljósi - sem væri lítið alvarlegum augum í Þyskalandi þar sem ég bjó um árabil - þurfa ekkert að óttast og hraðatakmarkanir einnig hugsaðar
      Við hverju er að búast í þess háttar samfélagi?.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár