Formaður veiðifélags Haukadalsá segir slysasleppingu skell

Vel yf­ir átta­tíu þús­und eld­islax­ar hafa slopp­ið úr sjókví­um á síð­ustu fimm ár­um. Var­úð­ar­orð sér­fræð­inga hafa ít­rek­að ver­ið huns­uð. Formað­ur veiði­fé­lags Hauka­dalsá seg­ir ána opna enn sem kom­ið er.

Formaður veiðifélags Haukadalsá segir slysasleppingu skell
Óskar Páll Sveinsson Hér má sjá Jóhannes Sturlaugsson, fiskifræðing, í leit að eldislaxi aðfaranótt fimmtudags.

„Þetta eru slæmar fréttir, og ekki bara fyrir okkur, heldur almennt fyrir veiðifélög á Íslandi, segir Guðmundur Skúli Hartvigsson, formaður veiðifélags Haukadalsár, en þar hafa fundist eldislaxar og samtökin Íslenski Náttúruverndarsjóður vöktu fyrst athygli á. Veiðileyfi í Haukadalsá kosta að jafnaði um og yfir tvö hundruð þúsund krónur stöngin yfir háannatímannn á sumrin. Guðmundur Skúli segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að loka ánni í bili og að veiðifélagið eigi í góðu samstarfi við eftirlitsaðila vegna málsins. 

„En auðvitað er þetta skellur eins og þetta birtist í fréttum,“ segir Guðmundur Skúli. Hann segir veiðifélagið, sem samanstendur af eigendum árinnar, eiga í miklum samskiptum vegna málsins og munu þeir funda vegna þessa. 

Yfir áttatíu þúsund eldislaxar sloppið

Í ljós kom á fimmtudag, að eldislax hefði sloppið úr kví Arctic Fish en fyrirtækið er með fiskeldi á tíu stöðum í fimm fjörðum: Pat­reks­firði, Tálknafirði, Arnar­f­irði, Dýraf­irði og Ísa­fjarðar­djúpi.

Rúmlega áttatíu …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MÖG
    Magni Örvar Guðmundsson skrifaði
    Aldrei dytti mér í hug að borga 200 þúsund fyrir að veifa stöng yfir laxveiðiá og ef eitthvað kvikindi væri svo vitlaust að bíta á þá yrði ég að sleppa því. Er þá ekki bara ágætt að fá " eldislax" og mega fara með hann heim og éta hann.
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hvers vegna eru þessi laxeldisfyrirtæki með eftirlit með sjálfum sér ?
    1
    • Orri Olafur Magnusson skrifaði
      Hér á landi er allt eftirlit með reglum og lögum í skötulíki ; þetta á t d við um eftirlit með umferð og hámarkshraða á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem aka yfir á rauðu ljósi - sem væri lítið alvarlegum augum í Þyskalandi þar sem ég bjó um árabil - þurfa ekkert að óttast og hraðatakmarkanir einnig hugsaðar
      Við hverju er að búast í þess háttar samfélagi?.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár