„Það var ekki brotið á akademísku frelsi neins, slíkt frelsi felur ekki í sér að fólk þurfi að hafa þögn á meðan fyrirlesari heldur erindi, að allir þurfi að hlusta á þig eða sýna tiltekna virðingu, það er ekki akademískt frelsi,“ segir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Finnur Dellsén. Þar á hann við um þá gagnrýni sem mótmælendur hafa fengið á sig fyrir að hafa truflað fyrirhugaðan fyrirlestur ísraelska prófessorsins Gil Epstein, sem hugðist flytja erindi um gervigreind í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins fyrir helgi. Stuðningsmenn Palestínu mættu á fundinn og trufluðu fundinn þannig að Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, sem stóð á bak við erindið, ákvað að slaufa honum án þess að ísraelski prófessorin næði að hefja erindi sitt, 20 mínútum eftir að fundurinn hófst.
Frelsið að rannsaka ekki skert
Kolbeinn Hólmar Stefánsson gagnrýndi framferði mótmælenda, þar á meðal einn starfsmann háskólans sem var þeirra á meðal, Ingólf Gíslason, og …
Athugasemdir