Forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, tilkynnti í upphafi þingfundar klukkan tíu, að virkja 71. Grein þingskaparlaga. Það þýðir að ræðutími þingmanna verður styttur og gengið til atkvæðagreiðslu. Á þetta við um aðra umræðu um lög um veiðigjöld.
Þórunn hélt ræðu vegna málsins og benti á að umræðan hófst 14 júní síðastliðnum og að fluttar hefðu verið um 2500 ræður um málið. Þá var á það bent að ítrekað hafði verið reynt að ná samkomulagi á milli flokka um málið.
Kristrún Frostadóttir tók því næst til máls og sagðist virða ákvörðun forseta og að Alþingi verði að leiða mál til lykta með lýðræðislegri niðurstöðu.
Umræða um atkvæðagreiðsluna stendur nú yfir og er hápunktur atburðarrásar sem hófst í gær þegar Kristrún Frostadóttir ávarpaði þingið sérstaklega og hleypti illu blóði í þingheim.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ríkisstjórnina þá fyrstu sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun …
Athugasemdir (1)