Með skrúflykil í annarri hendinni er úkraínski flóttamaðurinn Oleksandr Belyba að lagfæra sendibíl á bílaverkstæði í höfuðborg Póllands. Hinn 33 ára gamli Belyba er duglegur í starfi og hyggst dvelja áfram í Póllandi – landi sem nýtur efnahagslegs ávinnings af flóttafólki, þótt andúð á innflytjendum fari vaxandi.
„Það er útilokað að vera atvinnulaus í Póllandi, og Úkraínumenn eru fólk sem getur ekki setið auðum höndum,“ segir Belyba, sem barðist í 13 mánuði á víglínunni gegn innrás Rússa. Fyrir hálfu ári flúði hann til Póllands og fékk vinnu hjá bernskuvini sínum frá Dnipro sem rekur verkstæðið.
Eftir að stríðið hófst árið 2022 opnaði Pólland landamæri sín fyrir milljónum flóttamanna og veitti þeim ýmiss konar stuðning. Flest þeirra úrræða eru nú horfin og njóta Úkraínumenn sömu réttinda og bera sömu skyldur og Pólverjar. Þeir fá þó aðgang að ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun.
„Pólland fyrst, Pólverjar fyrst“
Athugasemdir