Það urðu vatnaskil í hatrömmum innanflokksátökum Sósíalistaflokksins þann 30. júní síðastliðinn þegar Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar flokksins, náði völdum á öðru af tveimur undirfélögum Sósíalistaflokksins, Vorstjörnunni, á hitafundi félagsins.
Í reynd var barist um húsnæði flokksins en Vorstjarnan heldur utan um leigusamning við eiganda hússins, þrátt fyrir að margir fundargestir sem blaðamaður ræddi við á fundinum sjálfum hafi trúað því að fundurinn snerist um að bjarga fjölmiðlinum Samstöðinni, en hann er í öðru undirfélagi Sósíalistanna, nefnt Alþýðufélagið.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, neitar því ekki að Sósíalistaflokkurinn sé í reynd klofinn. Hún treystir sér ekki til þess að vinna með nýrri stjórn félagsins og lítur svo að leiðir hafi skilið þegar ný stjórn ákvað að kæra þrjá flokksmenn Sósíalistaflokksins til lögreglu.
Spónarplötur og brotinn lykill
„Þetta er meira eins og skilnaður,“ sagði einn fundargestanna á fundinum síðdegis á mánudaginn, þegar tugir stóðu í röð og biðu eftir að …
Athugasemdir (1)