Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Boðar málþóf gegn veiðigjöldum í allt sumar

Jens Garð­ar Helga­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar dellu­mál sem standa þurfi gegn í allt sum­ar ef til þurfi.

Boðar málþóf gegn veiðigjöldum í allt sumar
Jens Garðar Helgason Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist standa gegn veiðigjaldafrumvarpinu í allt sumar ef þyrfti.

Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar stendur yfir á Alþingi í dag. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í pontu að það væri „heilög skylda“ andstæðinga frumvarpsins að standa í gegn málinu „í allt sumar ef til þarf“.

Jens Garðar tók til máls áður en umræða um fundarstjórn forseta hófst með yfirskriftinni „Staða samningaviðræðna um þinglok“ en andstaða stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins og innleiðingar Bókunar 35 hefur lengt þingstörfin umfram það sem venjulegt er. Hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar sakað stjórnarandstöðuna um málþóf til að koma í veg fyrir að Alþingi geti kosið um málin.

„Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf“

„Það er ekki bara lýðræðislegur réttur stjórnarandstöðunnar að tala hér fyrir þessu máli, það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma með hér í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf,“ sagði Jens Garðar.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, kom næstur í pontu. „Þessi ríkistjórn lyppast ekkert niður og stöðvar þau mál sem þau telja að séu grundvallarmál og gerðu það að verkum að þessi ríkisstjórn var mynduð,“ sagði hann og bætti við því að stjórnarandstaðan hefði stundað málþóf svo dögum skipti. „Við höldum okkar striki.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Stórútgerðin ætti auðvitað að berjast fyrir því að veiðigjaldið sé aðgreint á reikningum veitingastaða. Þá mundi blasa við gestum allsstaðar að úr heiminum hvað við leikum stórútgerðina grátt (hækkað veiðigjaldið er um 15 kr/fiskmáltíð. )
    3
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Þá liggur það ljóst fyrir, að það er heilög skylda Sjálfstæðisflokksins að verja sægreifana fram í rauðan dauðann. Var svo sem vitað en gott að fá það staðfest af innsta koppi.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár