Boðar málþóf gegn veiðigjöldum í allt sumar

Jens Garð­ar Helga­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir veiði­gjalda­frum­varp rík­is­stjórn­ar dellu­mál sem standa þurfi gegn í allt sum­ar ef til þurfi.

Boðar málþóf gegn veiðigjöldum í allt sumar
Jens Garðar Helgason Þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist standa gegn veiðigjaldafrumvarpinu í allt sumar ef þyrfti.

Önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar stendur yfir á Alþingi í dag. Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í pontu að það væri „heilög skylda“ andstæðinga frumvarpsins að standa í gegn málinu „í allt sumar ef til þarf“.

Jens Garðar tók til máls áður en umræða um fundarstjórn forseta hófst með yfirskriftinni „Staða samningaviðræðna um þinglok“ en andstaða stjórnarandstöðunnar vegna veiðigjaldafrumvarpsins og innleiðingar Bókunar 35 hefur lengt þingstörfin umfram það sem venjulegt er. Hafa þingmenn ríkisstjórnarinnar sakað stjórnarandstöðuna um málþóf til að koma í veg fyrir að Alþingi geti kosið um málin.

„Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf“

„Það er ekki bara lýðræðislegur réttur stjórnarandstöðunnar að tala hér fyrir þessu máli, það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstri málum sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma með hér í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf,“ sagði Jens Garðar.

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, kom næstur í pontu. „Þessi ríkistjórn lyppast ekkert niður og stöðvar þau mál sem þau telja að séu grundvallarmál og gerðu það að verkum að þessi ríkisstjórn var mynduð,“ sagði hann og bætti við því að stjórnarandstaðan hefði stundað málþóf svo dögum skipti. „Við höldum okkar striki.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Stórútgerðin ætti auðvitað að berjast fyrir því að veiðigjaldið sé aðgreint á reikningum veitingastaða. Þá mundi blasa við gestum allsstaðar að úr heiminum hvað við leikum stórútgerðina grátt (hækkað veiðigjaldið er um 15 kr/fiskmáltíð. )
    3
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Þá liggur það ljóst fyrir, að það er heilög skylda Sjálfstæðisflokksins að verja sægreifana fram í rauðan dauðann. Var svo sem vitað en gott að fá það staðfest af innsta koppi.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár