Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni

Kom­ur hæl­is­leit­enda á Lækna­vakt­ina ár­ið 2024 voru að­eins fjórð­ung­ur af kom­um þeirra ár­ið áð­ur.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni
Alma Möller heilbrigðisráðherra Ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um flokkun sjúklinga. Mynd: Golli

Hælisleitendur komu 88 sinnum á Læknavaktina á síðasta ári samkvæmt svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi.

Árið 2022 komu 258 hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, á Læknavaktina og 343 árið 2023. Fjöldi þeirra árið 2024 var því aðeins um fjórðungur miðað við árið áður. Umsóknum um vernd fækkaði um meira en helming milli áranna 2023 og 2024, en þorri þeirra hafði verið frá Úkraínu og Venesúela. Hætt var í kjölfarið að veita umsækjendum frá síðarnefnda landinu sérstaklega viðbótarvernd.

Spurning Nönnu Margrétar snéri að því hvernig sjúklingar væru flokkaðir í heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir skýringum á svari ráðherra við fyrri fyrirspurn hennar. Í henni hafði hún óskað eftir því að vita um fjölda hælisleitenda sem og íslenskra ríkisborgara, erlendra ferðamanna, erlends vinnuafls og annarra hópa hjá bráðamóttökunnar í Fossvogi og við Hringbraut og hjá Læknavaktinni. Vildi hún einnig vita hver kostnaðurinn hefði verið við hvern þessara hópa á árunum 2022 til 2024.

Nanna Margrét GunnlaugsdóttirÞingmaður Miðflokksins spurði um flokkun sjúklinga og kostnað við einstaka hópa.

Í svarinu kom fram að sumir einstaklingar séu skráðir með „svokallaða gervikennitölu“ og erlent ríkisfang í afgreiðslukerfi spítalans. „Um ósjúkratryggða einstaklinga er að ræða en ekki er hægt að greina á milli hvort viðkomandi er ferðamaður, umsækjandi um alþjóðlega vernd eða einstaklingur sem er nýlega fluttur hingað til lands og er á biðtíma eftir sjúkratryggingu,“ segir í svarinu. 

Fram kemur að stæsti hópur ósjúkratryggðra séu ferðamenn. „Að því er varðar komur einstaklinga sem fengið hafa alþjóðlega vernd þá eru þeir sjúkratryggðir og ekki flokkaðir sérstaklega,“ segir ennfremur í svarinu. „Hjá Læknavaktinni eru umsækjendur um alþjóðlega vernd þó flokkaðir sérstaklega og voru komur 258 árið 2022, 343 árið 2023 og 88 árið 2024.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár