Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni

Kom­ur hæl­is­leit­enda á Lækna­vakt­ina ár­ið 2024 voru að­eins fjórð­ung­ur af kom­um þeirra ár­ið áð­ur.

Mikil fækkun í komum hælisleitenda hjá Læknavaktinni
Alma Möller heilbrigðisráðherra Ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um flokkun sjúklinga. Mynd: Golli

Hælisleitendur komu 88 sinnum á Læknavaktina á síðasta ári samkvæmt svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi.

Árið 2022 komu 258 hælisleitendur, eða umsækjendur um alþjóðlega vernd, á Læknavaktina og 343 árið 2023. Fjöldi þeirra árið 2024 var því aðeins um fjórðungur miðað við árið áður. Umsóknum um vernd fækkaði um meira en helming milli áranna 2023 og 2024, en þorri þeirra hafði verið frá Úkraínu og Venesúela. Hætt var í kjölfarið að veita umsækjendum frá síðarnefnda landinu sérstaklega viðbótarvernd.

Spurning Nönnu Margrétar snéri að því hvernig sjúklingar væru flokkaðir í heilbrigðiskerfinu og óskaði eftir skýringum á svari ráðherra við fyrri fyrirspurn hennar. Í henni hafði hún óskað eftir því að vita um fjölda hælisleitenda sem og íslenskra ríkisborgara, erlendra ferðamanna, erlends vinnuafls og annarra hópa hjá bráðamóttökunnar í Fossvogi og við Hringbraut og hjá Læknavaktinni. Vildi hún einnig vita hver kostnaðurinn hefði verið við hvern þessara hópa á árunum 2022 til 2024.

Nanna Margrét GunnlaugsdóttirÞingmaður Miðflokksins spurði um flokkun sjúklinga og kostnað við einstaka hópa.

Í svarinu kom fram að sumir einstaklingar séu skráðir með „svokallaða gervikennitölu“ og erlent ríkisfang í afgreiðslukerfi spítalans. „Um ósjúkratryggða einstaklinga er að ræða en ekki er hægt að greina á milli hvort viðkomandi er ferðamaður, umsækjandi um alþjóðlega vernd eða einstaklingur sem er nýlega fluttur hingað til lands og er á biðtíma eftir sjúkratryggingu,“ segir í svarinu. 

Fram kemur að stæsti hópur ósjúkratryggðra séu ferðamenn. „Að því er varðar komur einstaklinga sem fengið hafa alþjóðlega vernd þá eru þeir sjúkratryggðir og ekki flokkaðir sérstaklega,“ segir ennfremur í svarinu. „Hjá Læknavaktinni eru umsækjendur um alþjóðlega vernd þó flokkaðir sérstaklega og voru komur 258 árið 2022, 343 árið 2023 og 88 árið 2024.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár