Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Borgin semur við Bakkavararbróður um leikskóla

Nýr leik­skóli í Ell­iða­ár­dal með 6-7 deild­um verð­ur af­hend­ur næsta sum­ar. Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins kaus með mál­inu nú en sat hjá þeg­ar hún var í minni­hluta.

Borgin semur við Bakkavararbróður um leikskóla
Ágúst Guðmundsson Fasteignafélag Bakkavararbróðursins á húsnæðið undir leikskólann en hluti þess hefur verið í leigu hjá borginni undir Hitt húsið.

Rafklettur ehf., félag Ágústs Guðmundssonar, annars Bakkavararbræðra svokölluðu, mun leigja Reykjavíkurborg húsnæði undir leikskóla við Rafstöðvarveg 7 og 9. Leikskólinn á að vera tilbúinn til notkunar næsta sumar og greiðir borgin rúmar 9 milljónir króna í mánaðarleigu til 15 ára.

Rafklettur er dótturfélag Laka fasteigna, sem er fjárfestingafélag Ágústs. Hann á alþjóðlega matvælafyrirtækið Bakkavör ásamt bróður sínum, Lýð, og Sigurði Valtýssyni, viðskiptafélaga þeirra. Sigurður skrifaði undir samninginn við borgina vegna verkefnisins. Laki á fjölda bygginga um land allt, meðal annars húsnæði Kvikmyndaskólans og Hotel Berjaya á Höfn í Hornafirði.

Bræðurnir voru eigendur Exista og þar með helstu hluthafar í Kaupþingi fyrir bankahrun 2008. Þeir voru taldir eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors sem hagnaðist verulega á einkavæðingu Búnaðarbankans og voru umfangsmiklir í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun í gegnum Símann, tryggingafélagið VÍS, fjármálafyrirtækisins Lýsingu og Viðskiptablaðið. Þeir misstu Bakkavör eftir hrun og Lýður hlaut 8 mánaða dóm fyrir brot á hlutafjárlögum. Þeir eignuðust …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bank Julius Baer var hondlari Dekhill, man ekki betur en hann hafi neitað að gefa upp rétta eigendur. Hefur þú gögn um þá?
    0
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    9.000.000 x 12 = 108.000.000 x 15 = 1.620.000.000 er þetta virkilega rétta leiðin!!!!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár