Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Borgin semur við Bakkavararbróður um leikskóla

Nýr leik­skóli í Ell­iða­ár­dal með 6-7 deild­um verð­ur af­hend­ur næsta sum­ar. Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins kaus með mál­inu nú en sat hjá þeg­ar hún var í minni­hluta.

Borgin semur við Bakkavararbróður um leikskóla
Ágúst Guðmundsson Fasteignafélag Bakkavararbróðursins á húsnæðið undir leikskólann en hluti þess hefur verið í leigu hjá borginni undir Hitt húsið.

Rafklettur ehf., félag Ágústs Guðmundssonar, annars Bakkavararbræðra svokölluðu, mun leigja Reykjavíkurborg húsnæði undir leikskóla við Rafstöðvarveg 7 og 9. Leikskólinn á að vera tilbúinn til notkunar næsta sumar og greiðir borgin rúmar 9 milljónir króna í mánaðarleigu til 15 ára.

Rafklettur er dótturfélag Laka fasteigna, sem er fjárfestingafélag Ágústs. Hann á alþjóðlega matvælafyrirtækið Bakkavör ásamt bróður sínum, Lýð, og Sigurði Valtýssyni, viðskiptafélaga þeirra. Sigurður skrifaði undir samninginn við borgina vegna verkefnisins. Laki á fjölda bygginga um land allt, meðal annars húsnæði Kvikmyndaskólans og Hotel Berjaya á Höfn í Hornafirði.

Bræðurnir voru eigendur Exista og þar með helstu hluthafar í Kaupþingi fyrir bankahrun 2008. Þeir voru taldir eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors sem hagnaðist verulega á einkavæðingu Búnaðarbankans og voru umfangsmiklir í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun í gegnum Símann, tryggingafélagið VÍS, fjármálafyrirtækisins Lýsingu og Viðskiptablaðið. Þeir misstu Bakkavör eftir hrun og Lýður hlaut 8 mánaða dóm fyrir brot á hlutafjárlögum. Þeir eignuðust …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Bank Julius Baer var hondlari Dekhill, man ekki betur en hann hafi neitað að gefa upp rétta eigendur. Hefur þú gögn um þá?
    0
  • KB
    Kristinn Björnsson skrifaði
    9.000.000 x 12 = 108.000.000 x 15 = 1.620.000.000 er þetta virkilega rétta leiðin!!!!!!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár