Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 30. maí 2025 – Hver er pabbastúlkan? og 16 aðrar spurningar

Spreyttu þig á spurn­inga­þraut­inni.

Spurningaþraut Illuga 30. maí 2025 – Hver er pabbastúlkan? og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Hvað heitir stúlkan á myndinni (þarna með föður sínum). Fornafnið hennar dugar.
Síðari myndaspurning:Hvað nefnist þessi hvalategund?
  1. Hver skrifaði bókina The Ballad of Songbirds and Snakes, sem gerist í sama heimi og Hunger Games?
  2. Harvard-háskóli í Bandaríkjunum hefur verið í sviðsljósinu vegna fjandskapar Trumps í garð skólans. Í hvaða ríki BNA er Harvard?
  3. Skólinn er einn 8 virtra háskóla sem í sameiningu eru gjarnan kallaðir ... hvað?
  4. Hvaða bandaríska söngkona varð heimsfræg með laginu „bad guy“ árið 2019?
  5. Hvaða vinsæla sjónvarpssería fyrir 20 árum hófst með því að farþegaþota hrapaði á eyðieyju í Suðurhöfum? (Svo kom reyndar í ljós að þetta var ekki endilega eyðieyja.)
  6. Hvað er stærsta landlukta ríki heims, það er að segja á hvergi land að sjónum?
  7. Hvað þýðir „fomo“ í unglingaslangri, að minnsta kosti erlendis?
  8. Hvað þarf maður að spila á mörgum höggum undir pari í golfi til að fá „albatross“?
  9. Einn sjófugl við Ísland er skyldur fuglinum albatrossi en hvergi nærri eins stór. Hvaða fugl er það?
  10. Bretar skiptu oft um forsætisráðherra á tímabili. Hver tók við af Liz Truss árið 2022?
  11. Hvaða ríki er nú heimsmeistari í fótbolta karla?
  12. Hvar fór síðasta HM karla fram?
  13. Hvað heitir sjónvarpsstöðin sem hingað til að minnsta kosti hefur tengst Sósíalistaflokknum?
  14. Í hvaða landi er skarð sem nefnist Thermopylae, stundum nefnt Laugaskörð á íslensku?
  15. Hvaða jökull er næstur höfuðborgarsvæðinu á Íslandi?
Svör við mynda spurningum:
Stúlkan heitir Hailie (dóttir Eminem sem oft söng um hana). Á seinni myndinni er háhyrningur.
Svör við almennum spurningum:
1.  Suzanne Collins.  —  2.  Massachusetts.  —  3.  Ivy League.  —  4. Billie Eilish. —  5. Lost.  —  6.  Kasakstan.  —  7.  Fear of Missing Out. Ótti við að missa af einhverju.  —  8.  Þremur.  —  9.  Stormsvala. Sæsvala gengur líka.  —  10. Rishi Sunak.  —  11.  Argentína.  —  12.  Katar.  —  13.  Samstöðin.  —  14.  Grikklandi.  —  15.  Þórisjökull (suðvestur af Langjökli).
Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár