Einn er látinn eftir að eldur kviknaði í íbúð fjölbýlishúss í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun, en tilkynning um eldinn barst rétt eftir tíu leytið að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrír voru í íbúðinni og voru fluttir á slysadeild, en annar þeirra sem lifði slysið af er alvarlega slasaður. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú eldsupptökin.
Gríðarlegur viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við fjölbýlishús við Hjarðarhaga í Reykjavík í dag.
Mbl.is segir að um sprengingu hafi verið að ræða í húsinu og að einn maður hafi komið alblóðugur út um glugga í kjallara. Um töluverðan eld hefði verið að ræða.
Lögreglan segist ekki geta gefið frekari upplýsingar í bili.
Athugasemdir