Ég er Israa frá Gaza, nánar tiltekið hinni eyðilögðu sorgarborg Rafah. Ég er 31 árs, móðir þriggja ungra stúlkna. Ég átti góða ævi sem barn, þó að ég hafi eitt sinn misst framan af fingri.
Þó ég sé ekki eldri hef ég orðið vitni að fjórum til fimm stríðum, en það sem nú stendur yfir er auðvitað það ofbeldisfyllsta. Fyrsta stríðið var árið 2008, þegar ég var 16 ára. Ég var í lokaprófum í skólanum og eldflaugar flugu yfir höfðum okkar. Við hlupum heim æpandi af skelfingu. Það var erfitt að ljúka prófum vegna ástandsins sem stóð í mánuð. Þá lauk ég grunnskóla. Eftir menntaskóla fór ég í háskóla í 4 ár, með arabísku og íslömsk fræði sem aðalgrein.
Ég giftist árið 2011, fyrstu önn mína í háskóla. Maðurinn minn er venjulegur járnsmiður sem þurfti að vinna hörðum höndum fyrir lífsviðurværi okkar. Við áttum lítið, fallegt og notalegt hús, aðeins …
Athugasemdir