„Ég og stelpurnar mínar hlupum um í skelfingu“

„Ég verð ör­vænt­ing­ar­full þeg­ar ég stend og horfi á eyði­legg­ing­una og spyr sjálfa mig hvenær þess­ari mar­tröð ljúki,“ skrif­ar Israa Sa­ed. Hún hef­ur lif­að fimm stríð, en aldrei séð neitt í lík­ingu við grimmd­ina sem á sér stað á Gaza núna.

„Ég og stelpurnar mínar hlupum um í skelfingu“
Allt hefur tapast Í upphafi stríðs var hægt að nota farartæki á flótta á milli staða. Nú eru slík farartæki nánast ófáanleg – og ef þau finnast er varla gerlegt að nota þau. Mynd: AFP

Ég er Israa frá Gaza, nánar tiltekið hinni eyðilögðu sorgarborg Rafah. Ég er 31 árs, móðir þriggja ungra stúlkna. Ég átti góða ævi sem barn, þó að ég hafi eitt sinn misst framan af fingri. 

Þó ég sé ekki eldri hef ég orðið vitni að fjórum til fimm stríðum, en það sem nú stendur yfir er auðvitað það ofbeldisfyllsta. Fyrsta stríðið var árið 2008, þegar ég var 16 ára. Ég var í lokaprófum í skólanum og eldflaugar flugu yfir höfðum okkar. Við hlupum heim æpandi af skelfingu. Það var erfitt að ljúka prófum vegna ástandsins sem stóð í mánuð. Þá lauk ég grunnskóla. Eftir menntaskóla fór ég í háskóla í 4 ár, með arabísku og íslömsk fræði sem aðalgrein. 

Ég giftist árið 2011, fyrstu önn mína í háskóla. Maðurinn minn er venjulegur járnsmiður sem þurfti að vinna hörðum höndum fyrir lífsviðurværi okkar. Við áttum lítið, fallegt og notalegt hús, aðeins …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raddir Gaza

Bakar kleinur fyrir bágstadda á Gaza – „Getum öll hjálpað“
ViðtalRaddir Gaza

Bak­ar klein­ur fyr­ir bág­stadda á Gaza – „Get­um öll hjálp­að“

Að horfa upp á stríð get­ur ver­ið yf­ir­þyrm­andi og haft í för með sér mikla van­mátt­ar­kennd. Þrátt fyr­ir það finn­ur fólk leið­ir til að gefa af sér með óvenju­leg­um hætti. Sig­ríð­ur Rósa Sig­urð­ar­dótt­ir er ein þeirra og styð­ur við og styrk­ir fólk á Gaza með því að selja klein­ur. Hún seg­ist forð­ast það að horfa á frétt­ir af ástand­inu og skil­ur ekki hvers vegna ekki sé grip­ið til að­gerða til að stöðva stríð­ið – en hún impr­ar á því að all­ir geti lagt hönd á plóg til að hjálpa.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár