Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Strandveiðar byrja með brælu og brosi

Þrátt fyr­ir kulda og brælu fram und­an héldu strand­veiði­menn við Grinda­vík áfram að hífa upp afl­ann. Sam­heldni, fjöl­skyldu­bönd og kald­hæðni ein­kenna dag­ana á bryggj­unni – þar sem rót­gró­in tengsl og nýtt líf eft­ir ham­far­ir mæt­ast.

Strandveiðar byrja með brælu og brosi
Elti Eiríkur Dagbjartsson landar aflanum úr Ólafi GK133. Hann hafði farið í humátt á eftir Einari bróður sínum „lenti í fiski“. Mynd: Golli

Þeir komu seint í höfn, strandveiðimennirnir í Grindavík síðastliðinn miðvikudag. Svo seint að búið var að loka fiskmarkaðnum. „Hann verður þá boðinn upp á morgun sem dagsgamall,“ segir einn þeirra, þar sem þeir hjálpast að við að landa fallegum þorski og vænum ufsa. Vanalega fara þeir til sjávar eldsnemma morguns, en spáin hafði sýnt að skásti veðurglugginn yrði frá hádegi og fram eftir. Nú var kominn kaldaskítur og margra daga bræla fram undan.

Diddi á Sigurvon ÁR121 hafði komið þeirra langfyrstur að bryggju. Hann var einn að bauka við að landa, prílandi ofan í bátinn til að krækja í kör og aftur upp á bryggju til að hífa þau – þrjár umferðir. Erfitt er að koma inn fyrstur og standa einn í löndun. Dagskvóti strandveiðimanns ætti að fylla þrjú kör, en Diddi, sem heitir fullu nafni Sigurþór Jónsson, segir aðstæður hafa verið erfiðar og vonlaust að fylla kvótann í dag. …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.
Ósnortin víðerni: „Sorglegt að við getum ekki hugsað lengra fram í tímann“
6
SkýringFerðamannalandið Ísland

Ósnort­in víð­erni: „Sorg­legt að við get­um ekki hugs­að lengra fram í tím­ann“

„Þetta er nátt­úr­lega bara fyr­ir ákveð­inn hóp og skemm­ir í leið­inni upp­lif­un hinna sem vildu njóta nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Svan­hvít Helga Jó­hanns­dótt­ir um fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir við Hof­fell­slón. Breyt­ing­ar við lón­ið, Skafta­fell og Von­ar­skarð hafa vak­ið upp sterk við­brögð og spurn­ing­ar um nátt­úru­vernd í og við UNESCO-svæði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár