Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Strandveiðar byrja með brælu og brosi

Þrátt fyr­ir kulda og brælu fram und­an héldu strand­veiði­menn við Grinda­vík áfram að hífa upp afl­ann. Sam­heldni, fjöl­skyldu­bönd og kald­hæðni ein­kenna dag­ana á bryggj­unni – þar sem rót­gró­in tengsl og nýtt líf eft­ir ham­far­ir mæt­ast.

Strandveiðar byrja með brælu og brosi
Elti Eiríkur Dagbjartsson landar aflanum úr Ólafi GK133. Hann hafði farið í humátt á eftir Einari bróður sínum „lenti í fiski“. Mynd: Golli

Þeir komu seint í höfn, strandveiðimennirnir í Grindavík síðastliðinn miðvikudag. Svo seint að búið var að loka fiskmarkaðnum. „Hann verður þá boðinn upp á morgun sem dagsgamall,“ segir einn þeirra, þar sem þeir hjálpast að við að landa fallegum þorski og vænum ufsa. Vanalega fara þeir til sjávar eldsnemma morguns, en spáin hafði sýnt að skásti veðurglugginn yrði frá hádegi og fram eftir. Nú var kominn kaldaskítur og margra daga bræla fram undan.

Diddi á Sigurvon ÁR121 hafði komið þeirra langfyrstur að bryggju. Hann var einn að bauka við að landa, prílandi ofan í bátinn til að krækja í kör og aftur upp á bryggju til að hífa þau – þrjár umferðir. Erfitt er að koma inn fyrstur og standa einn í löndun. Dagskvóti strandveiðimanns ætti að fylla þrjú kör, en Diddi, sem heitir fullu nafni Sigurþór Jónsson, segir aðstæður hafa verið erfiðar og vonlaust að fylla kvótann í dag. …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár