Siðfræðingur segir njósnamálið óvenju ljótt

Pró­fess­or í sið­fræði og ann­ar höf­und­ur sið­fræðikafla Rann­sókn­ar­skýrslu Al­þing­is, seg­ir njósna­mál Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar óvenju ljótt mál. Hann seg­ir auð­menn sækja að lýð­ræð­inu hér á landi, með­al ann­ars í gegn­um aug­lýs­ing­ar tengd­um sjáv­ar­út­vegi.

Siðfræðingur segir njósnamálið óvenju ljótt
Vilhjálmur Árnason Vilhjálmur er annar höfundur siðfræðikafla Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segir varla hægt að tala um siðferði í njósnamáli sem Kveikur fjallaði um á dögunum. Málið sé á mörkum hins glæpsamlega. Mynd: Golli

Það er engin siðferðileg spurning í þessu máli, þetta er nær því að vera glæpsamlegt,“ segir Vilhjálmur Árnason, fyrrverandi prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og einn af höfundum siðfræðikaflans í Rannsóknarskýrslu Alþingis, þegar hann er spurður út í njósnir tengdum auðmanninum Björgólfi Thor Björgólfssyni.

Auðmaðurinn fékk fyrirtækið PPP, sem var í eigu Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar heitins, til þess að njósna um einstaklinga sem tengdust hópmálsókn hluthafa í Landsbankanum árið 2013. Var það gert til þess að finna tengsl milli Róberts Wessman, forstjóra og eiganda Alvotech, við hópinn, en Björgólf grunaði að málsóknin væri runnin undan rifjum höfuðandstæðings síns, Róberts.

Kveikur upplýsti um málið fyrir skömmu og þar var jafnframt upplýst að lögreglumaður þáði greiðslur fyrir eftirlit með nafngreindum einstaklingum. Hefur sá verið leystur undan starfsskyldum á meðan mál hans er til rannsóknar. 

Forkastanlegt mál

Deilur Róberts og Björgólfs ná fyrir hrun, þegar Róbert var forstjóri …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    Isn't the core of the problem corruption combined with impunity?
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár