Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Spurningaþraut Illuga 16. maí 2025: Úr hvaða bíómynd er þetta? — og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut­inni.

Spurningaþraut Illuga 16. maí 2025: Úr hvaða bíómynd er þetta? — og 16 aðrar spurningar
Fyrri myndaspurning: Úr hvaða bandarísku bíómynd er þetta?
Seinni myndaspurning:Hver er konan?

  1. Hvað hét lag Daða og Gagnamagnsins sem keppti í Eurovision árið 2021?
  2. Í hvaða sæti lenti lagið?
  3. Efnahvati sem sér um að brjóta niður prótein í maga mannsins heitir af hreinni tilviljun næstum sama nafni og vinsæll gosdrykkur. Hvað heitir hvatinn?
  4. En hvaða frumefni er táknað með O?
  5. Hver er nýr rektor Háskóla Íslands?
  6. Hvað heitir móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar?
  7. Hvað heitir konungur Svíþjóðar?
  8. En hvað heitir væntanlegur arftaki konungsins?
  9. Mikhail Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, hóf umbætur sem hann kallaði glasnost og ... hvað?
  10. Hvað eiga bresku hljómsveitirnar Oasis, Stone Roses, Smiths, 808 State og Simply Red sérstaklega sameiginlegt?
  11. Hvaða lið sló Barcelona út í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki á dögunum?
  12. Hver söng lagið As It Was árið 2022?
  13. Um hvað snerist Maastricht-sáttmálinn?
  14. Hvaða Evrópuríki er landlukt (hefur ekki landamæri að sjó) og á eingöngu landamæri að löndum sem eru líka landlukt?
  15. Hann fæddist árið 1972, lærði stjórnmálafræði og sóttist um tíma eftir því að verða borgarstjóri í Reykjavík. Hann dró sig í hlé frá stjórnmálum fyrir 12 árum og tók þá aftur að sér starf sem hann hafði gegnt áður. Hann heitir ... hvað?
Svör við myndaspurningum:
Fyrri myndin sýnir persónur úr myndinni Græna mílan, eða Green Mile. Á þeirri seinni er Guðrún Eva rithöfundur.
Svör við almennum spurningum:
1.  Ten Years.  —  2.  Fjórða.  —  3.  Pepsín.  —  4.  Súrefni.  —  5.  Silja Bára.  —  6.  Amgen.  —  7.  Karl Gústaf. Númerið þarf ekki að þessu sinni.  —  8.  Viktoría.  —  9.  Perestrojka.  —  10.  Þær eru frá Manchester.  —  11.  Inter Mílanó.  —  12.  Harry Styles.  —  13. Evrópusambandið.  —  14.  Liechtensen er innilokað af Sviss og Austurríki.  —  15.  Gísli Marteinn.  
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár