Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða

Stönd­ug­asta kaup­fé­lag lands­ins — Kaup­fé­lag Skag­firð­inga — skil­aði 3,3 millj­arða króna hagn­aði á síð­asta ári, af 55 millj­arða króna tekj­um. Fé­lag­ið er stórt í bæði land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, þar sem það er einn stærsti eig­andi afla­heim­ilda.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða
Stjórinn Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur Kaupfélagsins voru um 55 milljarðar, sem er tveimur milljörðum krónum meira en árið þar á undan. Frá þessu er greint á vef Feykis. Ársreikningur KS hefur ekki enn verið gerður opinber.

Aðalfundur Kaupfélagsins fór fram þann 10. apríl síðastliðinn og var rekstrarniðurstaða félagsins kynnt á fundinum. Samkvæmt Feyki, sem hefur upplýsingar sínar af fundinum, var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, 7,4 milljarðar króna. Það er um milljarði króna minna en árið á undan, sem var besta ár í sögu Kaupfélagsins.

Kaupfélagið er gríðarstórt og er í margskonar starfsemi. Einn arðsamasti armur félagsins er útgerðin FISK-Seafood, sem er að öllu leyti í eigu kaupfélagsins. FISK er ein kvótahæsta útgerð landsins, með 5,96 prósenta hlutdeild í öllum útgefnum aflaheimildum, þegar tekið er tillit til dótturfélaga fyrirtækisins. Félagið er líka stórt í landbúnaði, kjötvinnslu og innflutningi kjötafurða erlendis frá.

Þá er …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að sjá hvernig afkoman skiptist milli rekstrareininga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár