Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur Kaupfélagsins voru um 55 milljarðar, sem er tveimur milljörðum krónum meira en árið þar á undan. Frá þessu er greint á vef Feykis. Ársreikningur KS hefur ekki enn verið gerður opinber.
Aðalfundur Kaupfélagsins fór fram þann 10. apríl síðastliðinn og var rekstrarniðurstaða félagsins kynnt á fundinum. Samkvæmt Feyki, sem hefur upplýsingar sínar af fundinum, var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, 7,4 milljarðar króna. Það er um milljarði króna minna en árið á undan, sem var besta ár í sögu Kaupfélagsins.
Kaupfélagið er gríðarstórt og er í margskonar starfsemi. Einn arðsamasti armur félagsins er útgerðin FISK-Seafood, sem er að öllu leyti í eigu kaupfélagsins. FISK er ein kvótahæsta útgerð landsins, með 5,96 prósenta hlutdeild í öllum útgefnum aflaheimildum, þegar tekið er tillit til dótturfélaga fyrirtækisins. Félagið er líka stórt í landbúnaði, kjötvinnslu og innflutningi kjötafurða erlendis frá.
Þá er …
Athugasemdir (1)