Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða

Stönd­ug­asta kaup­fé­lag lands­ins — Kaup­fé­lag Skag­firð­inga — skil­aði 3,3 millj­arða króna hagn­aði á síð­asta ári, af 55 millj­arða króna tekj­um. Fé­lag­ið er stórt í bæði land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, þar sem það er einn stærsti eig­andi afla­heim­ilda.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða
Stjórinn Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur Kaupfélagsins voru um 55 milljarðar, sem er tveimur milljörðum krónum meira en árið þar á undan. Frá þessu er greint á vef Feykis. Ársreikningur KS hefur ekki enn verið gerður opinber.

Aðalfundur Kaupfélagsins fór fram þann 10. apríl síðastliðinn og var rekstrarniðurstaða félagsins kynnt á fundinum. Samkvæmt Feyki, sem hefur upplýsingar sínar af fundinum, var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, 7,4 milljarðar króna. Það er um milljarði króna minna en árið á undan, sem var besta ár í sögu Kaupfélagsins.

Kaupfélagið er gríðarstórt og er í margskonar starfsemi. Einn arðsamasti armur félagsins er útgerðin FISK-Seafood, sem er að öllu leyti í eigu kaupfélagsins. FISK er ein kvótahæsta útgerð landsins, með 5,96 prósenta hlutdeild í öllum útgefnum aflaheimildum, þegar tekið er tillit til dótturfélaga fyrirtækisins. Félagið er líka stórt í landbúnaði, kjötvinnslu og innflutningi kjötafurða erlendis frá.

Þá er …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að sjá hvernig afkoman skiptist milli rekstrareininga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár