Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða

Stönd­ug­asta kaup­fé­lag lands­ins — Kaup­fé­lag Skag­firð­inga — skil­aði 3,3 millj­arða króna hagn­aði á síð­asta ári, af 55 millj­arða króna tekj­um. Fé­lag­ið er stórt í bæði land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, þar sem það er einn stærsti eig­andi afla­heim­ilda.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða
Stjórinn Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur Kaupfélagsins voru um 55 milljarðar, sem er tveimur milljörðum krónum meira en árið þar á undan. Frá þessu er greint á vef Feykis. Ársreikningur KS hefur ekki enn verið gerður opinber.

Aðalfundur Kaupfélagsins fór fram þann 10. apríl síðastliðinn og var rekstrarniðurstaða félagsins kynnt á fundinum. Samkvæmt Feyki, sem hefur upplýsingar sínar af fundinum, var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, 7,4 milljarðar króna. Það er um milljarði króna minna en árið á undan, sem var besta ár í sögu Kaupfélagsins.

Kaupfélagið er gríðarstórt og er í margskonar starfsemi. Einn arðsamasti armur félagsins er útgerðin FISK-Seafood, sem er að öllu leyti í eigu kaupfélagsins. FISK er ein kvótahæsta útgerð landsins, með 5,96 prósenta hlutdeild í öllum útgefnum aflaheimildum, þegar tekið er tillit til dótturfélaga fyrirtækisins. Félagið er líka stórt í landbúnaði, kjötvinnslu og innflutningi kjötafurða erlendis frá.

Þá er …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að sjá hvernig afkoman skiptist milli rekstrareininga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár