Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða

Stönd­ug­asta kaup­fé­lag lands­ins — Kaup­fé­lag Skag­firð­inga — skil­aði 3,3 millj­arða króna hagn­aði á síð­asta ári, af 55 millj­arða króna tekj­um. Fé­lag­ið er stórt í bæði land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, þar sem það er einn stærsti eig­andi afla­heim­ilda.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða
Stjórinn Þórólfur Gíslason hefur verið kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá árinu 1988. Mynd: b'Rax / Ragnar Axelsson'

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða króna á síðasta ári. Tekjur Kaupfélagsins voru um 55 milljarðar, sem er tveimur milljörðum krónum meira en árið þar á undan. Frá þessu er greint á vef Feykis. Ársreikningur KS hefur ekki enn verið gerður opinber.

Aðalfundur Kaupfélagsins fór fram þann 10. apríl síðastliðinn og var rekstrarniðurstaða félagsins kynnt á fundinum. Samkvæmt Feyki, sem hefur upplýsingar sínar af fundinum, var rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, 7,4 milljarðar króna. Það er um milljarði króna minna en árið á undan, sem var besta ár í sögu Kaupfélagsins.

Kaupfélagið er gríðarstórt og er í margskonar starfsemi. Einn arðsamasti armur félagsins er útgerðin FISK-Seafood, sem er að öllu leyti í eigu kaupfélagsins. FISK er ein kvótahæsta útgerð landsins, með 5,96 prósenta hlutdeild í öllum útgefnum aflaheimildum, þegar tekið er tillit til dótturfélaga fyrirtækisins. Félagið er líka stórt í landbúnaði, kjötvinnslu og innflutningi kjötafurða erlendis frá.

Þá er …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að sjá hvernig afkoman skiptist milli rekstrareininga.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár