Sama ár og Lúðvík Kristinsson lögreglumaður tók þátt í njósnum fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, tóku þrír lögreglumenn og einn slökkviliðsmaður að sér störf fyrir fyrirtæki hans.
Svo virðist sem þau störf hafi verið ótengd njósnunum, sem upplýst var um á Kveik á RÚV á þriðjudag. En þær áttu sér meðal annars stað í vinnutíma Lúðvíks hjá lögreglunni árið 2012. Í ársreikningi fyrirtækis Lúðvíks, Laco ehf., eru lögreglumennirnir þrír og slökkviliðsmaðurinn taldir upp sem lánardrottnar í árslok 2012. Þetta þýðir að þeir hafi átt ógreiddar kröfur á hendur fyrirtækinu.
Annað fyrirtæki, í eigu tveggja fyrrverandi lögreglumanna, hafði ráðið Lúðvík til verksins. Það voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson, sem stofnað höfðu félagið PPP sf. á meðan þeir voru báðir starfandi hjá embætti sérstaks saksóknara, sem stofnað hafði verið til vegna rannsókna á málum tengdum íslenska efnahagshruninu.
Samkvæmt umfjöllun RÚV í vikunni var máli Lúðvíks vísað til ríkissaksóknara og …
Athugasemdir