Ég er vélaverkfræðingur hjá Orkuveitunni, er þar í rannsóknum og nýsköpun,“ segir Lilja Tryggvadóttir þegar blaðamaður ræddi við hana í miðborginni 1. maí, þar sem hún var á ferð með systurdóttur sinni, Emblu Björgu Sigurjónsdóttur. Lilja segist hafa slysast út í vélaverkfræði. „Ég fór á kynningu hjá háskólanum og endaði á því að taka öll kynningarblöðin,“ útskýrir hún. „Og þegar ég var búin að raða þessu nokkrum sinnum upp í kerfi, eins og verkfræðingi sæmir, stóð eftir að ég vildi vita meira um jarðfræði, fornleifafræði og svo efnafræði.“
Stefnan var því augljós í hennar huga. Vélaverkfræðin varð fyrir valinu, og ekki nóg með það, heldur jarðvarminn.
„Þannig mætti segja að jarðvarminn hafi breytt lífinu,“ segir hún. „Ég sé svolítið mikið í kerfum og finnst gaman að greina í kerfum og tækifærum. Þess vegna er nýsköpun skemmtileg. Maður uppgötvar alltaf hvað maður veit lítið og það er það frábæra í þessu,“ …
Athugasemdir