Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru

Sautján ára dreng­ur hlaut í dag átta ára dóm í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur fyr­ir mann­dráp og tvær til­raun­ir til mann­dráps á Menn­ing­arnótt í fyrra.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru

Sautján ára drengur var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Brotin áttu sér stað á Menningarnótt í fyrra þegar drengurinn réðst að þremur ungmennum með hnífi. Eitt þeirra beið bana, hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir. En tvö önnur ungmenni hlutu talsverða áverka í árásinu.

Vísir greindi fyrst frá. 

Árásarmaðurinn var sextán ára þegar brotin voru framin. Vegna aldurs geranda er hámarks refsing átta ár.

Vegna ungs aldurs brotaþola og þess ákærða var þinghald málsins lokað en að sögn RÚV var hann viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Foreldrar Bryndísar Klöru fóru fram á sautján milljónir í miskabætur hvort. En samtals námu kröfur um miskabætur 55 milljónum króna.

Á Menningarnótt réðst sá ákærði á fimm ungmenni þar sem þau voru stödd í bíl á Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hann braut hliðarrúðu og stakk með hnífi pilt sem þar sat fyrir innan. Bryndís Klara reyndi að stöðva árás piltsins á stúlku sem varð eftir í bílnum þegar önnur ungmenni flúðu. Átökin leiddu til alvarlegra áverka sem urðu henni að aldurtila. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár