Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru

Sautján ára dreng­ur hlaut í dag átta ára dóm í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur fyr­ir mann­dráp og tvær til­raun­ir til mann­dráps á Menn­ing­arnótt í fyrra.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að bana Bryndísi Klöru

Sautján ára drengur var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Brotin áttu sér stað á Menningarnótt í fyrra þegar drengurinn réðst að þremur ungmennum með hnífi. Eitt þeirra beið bana, hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir. En tvö önnur ungmenni hlutu talsverða áverka í árásinu.

Vísir greindi fyrst frá. 

Árásarmaðurinn var sextán ára þegar brotin voru framin. Vegna aldurs geranda er hámarks refsing átta ár.

Vegna ungs aldurs brotaþola og þess ákærða var þinghald málsins lokað en að sögn RÚV var hann viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Foreldrar Bryndísar Klöru fóru fram á sautján milljónir í miskabætur hvort. En samtals námu kröfur um miskabætur 55 milljónum króna.

Á Menningarnótt réðst sá ákærði á fimm ungmenni þar sem þau voru stödd í bíl á Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hann braut hliðarrúðu og stakk með hnífi pilt sem þar sat fyrir innan. Bryndís Klara reyndi að stöðva árás piltsins á stúlku sem varð eftir í bílnum þegar önnur ungmenni flúðu. Átökin leiddu til alvarlegra áverka sem urðu henni að aldurtila. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár