Sautján ára drengur var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Brotin áttu sér stað á Menningarnótt í fyrra þegar drengurinn réðst að þremur ungmennum með hnífi. Eitt þeirra beið bana, hin sautján ára Bryndís Klara Birgisdóttir. En tvö önnur ungmenni hlutu talsverða áverka í árásinu.
Vísir greindi fyrst frá.
Árásarmaðurinn var sextán ára þegar brotin voru framin. Vegna aldurs geranda er hámarks refsing átta ár.
Vegna ungs aldurs brotaþola og þess ákærða var þinghald málsins lokað en að sögn RÚV var hann viðstaddur dómsuppkvaðninguna. Foreldrar Bryndísar Klöru fóru fram á sautján milljónir í miskabætur hvort. En samtals námu kröfur um miskabætur 55 milljónum króna.
Á Menningarnótt réðst sá ákærði á fimm ungmenni þar sem þau voru stödd í bíl á Skúlagötu í miðbæ Reykjavíkur. Hann braut hliðarrúðu og stakk með hnífi pilt sem þar sat fyrir innan. Bryndís Klara reyndi að stöðva árás piltsins á stúlku sem varð eftir í bílnum þegar önnur ungmenni flúðu. Átökin leiddu til alvarlegra áverka sem urðu henni að aldurtila.
Athugasemdir