Alríkislögregla Bandaríkjanna FBI handtók í dag dómara í Wisconsin, sem er sakaður um að hafa vísvitandi hindrað handtöku ólöglegs innflytjanda. Málið hefur aukið spennu á milli dómstóla og stjórnar Donalds Trump forseta vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum.
Samkvæmt Kash Patel, forstjóra FBI og fyrrverandi ráðgjafa Trump, reyndi dómarinn Hannah Dugan að beina alríkisfulltrúum frá innflytjanda sem þeir ætluðu að handtaka í dómshúsinu þar sem hún starfar í Milwaukee-sýslu. Dugan var handtekin fyrir að hindra framgang réttvísinnar.
„Sem betur fer tókst fulltrúum okkar að ná manninum eftir stutta eftirför og hann hefur verið í haldi síðan. Hins vegar skapaði athæfi dómarans aukna hættu fyrir almenning,“ sagði Patel í færslu á samfélagsmiðlinum X. Patel eyddi færslunni skömmu síðar, en birti hana aftur.
Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti stuðningi við aðgerðir FBI og sagði í yfirlýsingu: „Enginn er hafinn yfir lög.“
Smyglaði ákærðum út bakdyramegin
Í ákæruskjölum segir að atvikið hafi átt …
Athugasemdir